Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, desember 13, 2007

Úthverfaáhyggjur

Úthverfaáhyggjur gærdagsins voru: Mun grill nágrannans fjúka innum stofugluggann (eða einhvern annan glugga) í lægðinni sem kemur í nótt?

Ég lét gabba mig útí bullandi meðvirkni og tók heilshugar þátt í áhyggjukastinu. Þegar ég lagist til svefns var ég orðin samdauna þankagangnum og gat ekki sofnað. Um leið og ég heyrði minnsta hljóð fyrir utan gluggann átti ég helst von á að grill nágrannans kæmi á svífandi siglingu beint í hausinn á mér. Þessvegna er ég illa sofin í dag, með bauga niðrá höku og hausverk. Þegar ég kem heim ætla ég að spakra í þetta guðsvolaða grill sem rændi mig svefninum.

Jólaskapið lætur standa á sér. Í gær var næst síðasti dagurinn hjá litlu sund-dúllunum mínum, en ég var eins og snúið roð. Sagðist vera sí-tengd við jólasveinanna og hótaði kartöflum á báða bóga ef mér væri ekki hlýtt í hvívetna.
Farðu svo í kaf, annars segi ég Þvörusleiki frá því...!
Síðan níddist ég á samstarfskonu minni sem er 17 ára blóm sem ætlar í húsmæðraskólann á Hallormsstöðum.
Fúllyndiskastið er samt óðum að líða hjá. Bráðum verð ég aftur hvers mans hugljúfi.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Komdu grillinu fyrir kattarnef hið snarasta ef þú vilt ekki missa frekar svefn út af því. Eftirfarandi skilaboð eru á vedur.is: "Viðvörun.
Búist er við stormi víða um land á morgun, einkum vestan til"

4:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Grillið var tjóðrað niður fyrir nóttina. Hér í Breiðholti tökum við ekki áhættu..

12:14 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim