Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, apríl 21, 2008

Kynslóðir



Menningarkverúlant 24 stunda skrifaði um daginn greinarkorn um beat-skáldin og beat kynslóðina. Þar lýsti hún því meðal annars yfir að beat kynslóðin hefði ekki samþykkt viðurkennd gildi samfélagsins og farið sínar eigin leiðir. Það var nefnilega það! Samkvæmt brjóstviti popkúltúrsins gerðu hipparnir það líka, og pönkararnir og jafnvel hin alræmda krúttkynslóð. Það er náttúrulega gríðarleg ögrun við samfélagsleg gildi að hlusta á Sigurrós spila undir berum himni, kaupa og klæðast notuðum fötum og kjósa vinstri græna. Það sjá allir í hendi sér.
Kynslóðatal fer í taugarnar á mér og meint uppreisn hverrar kynslóðar, hvort sem það er að kúka á kerfið, týna blóm eða skrifa útúrdópaðar skáldsögur veldur mér vægum meltingartruflunum. Hvernig værum við annars í dag ef fólk hefði ekki risið uppá afturlappirnar öðru hverju og hætt að "samþykkja viðurkennd gildi samfélagsins"? Þetta hefur ekkert með kúl-status einhverra ímyndaðra kynslóða að gera, heldur bara kommon sens. (og kommon sens hefur aldrei verið kúl, get ég sagt ykkur) Galileo neitaði að samþykkja viðurkennd gildi samfélagsins og var næstum brenndur á báli fyrir vikið og Lúþer klauf stærsta bákn Evrópu fyrr og síðar (nei, ekki EB. Ég vil meina að kaþólska kirkjan hafi og muni alltaf toppa EB í skrifræði og yfirgangi)


Orðalagið "að gera uppreisn gegn viðurkenndum gildum samfélagsins" er álíka merkingalaus í nútímanum og "frelsi". Tvær klisjur sem ákveðnir hópar tyggja endalaust.






En aftur að kynslóðunum.
Alfræðiorðabækur greinir á um hvaða kynslóð ég (1985) tilheyri. Ég er mögulega í síðustu ágöngum X-kynslóðarinnar. Þó að sumir vilji meina að X-kynslóðin eigi bara við um 8.áratuginn. Ég held ég sé of gömul til að tilheyra Y-kynslóðinni sem var gerð til höfuðs Xurunum. Ég passa svo sem ágætlega inní MTV-kynslóðina, en sá ljóður er á máli að ég hef nánast aldrei litið MTV augum, nema árið 1997, þegar ég hitti sundum vinkona mína á laugardagseftirmiðdögum hálfan veturinn til að horfa á Top of the Pops. Ég vil ekki kynslóðagreina mig eftir fáeinum laugardagseftirmiðdögum þegar ég var 12.
Ef ég held mig innanlands-skilgreingar get ég náttla verið hnakki, trefill eða krútt. Orðið á götunni segir mér að hnakkar séu með aflitað hár, þannig að það er átómatískt off, mér fynnst Múm skelfilega leiðinleg, þannig að ekki get ég verið krútt en svo ég veit ekki alminnlega hvað trefill er, en ég á svoleiðs, þannig að mögulega kemur Trefla skilgreiningin til greina. Varla kemur til greina að ég sé eitthvað annað? Og þó, ég er ekki nógu dugleg að hafna "viðteknum gildum samfélagsis" til að ég geti gert heiðarlega tilraun til að tilheyra kynslóð.




Bíðum nú við!
,,ég hafna hér með silgreiningaráráttu samtímans" Voilá! Nú er ég komin með kennisetningu og nú ætla ég að skrifa bréf til menningardálksins í 24 stundum og biðja þau um að búa til einhverja kynslóð sem ég get hallað mér uppað svo ég týnist ekki í samtímanum.









Ég gæti líka snúið mér til jafnaldra minna sem eru farin að skrifa reglulega í lesbókina og beðið þau um aðstoð. Enda fjalla greinarnar þeirra um fátt annað en uppgjör krúttkynslóðarinnar við sjálfa sig. 25 ára gemlingar og srax farin að gera upp við fortíðina á akademískan en jafnframt menningarlegan hátt. Ég get ekki að því gert að mér fynnst pínu eins og þau séu að skeina sér hvort á öðru.

ps: Eins og sjá má er óeðilega langt á milli málsgreina í þessu bloggi. Það er hið alræmda kynslóðabil, sem ég hef hér túlkað á frumlegan og alls-ekki-tilgerðarlegan hátt.

Efnisorð:

5 Ummæli:

Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

hahaha! þú ert svo fyndin Hafdís. og ég fíla kynslóðabilin þín. er annars ekki "x-kynslóð" bara frasi yfir þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi hverju sinni, og því óljóst hvaða skilgreining kann svo að festast við síðar meir? annars er þetta allt svo ógurlega pómað orðið, hver veit...

5:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Síðast þegar ég gáði (ca. 1998) þá fékk ég ekki að vera með í X-kynslóðinni, síðasti árgangurinn var víst 1978. Y-ið átti aldrei neitt sameiginlegt svo ég viti, annað en að vera ekki X.

Þú getur verið af Cocoa Puffs kynslóð, Nintendo kynslóð, Simpson kynslóð. Nú eða bara nútímakynslóðinni og leyft þá öllum að vera með sem eru á lífi...

8:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert krútt! ;)

8:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmmm.... Simsons hljómar nú ágætlega. Enda alger samnefnari fyrir allan tíundaáratuginn.

11:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Taktu eftir að ekki allir sem eru af hippakynslóðinni voru hippar, ekki allir sem voru ungir '78 pönkarar og ekki allir eirðarlausir letingjar í tilvistarkreppu sem eru taldir til x-kynslóðarinnar.

Þú ert bara einn af þessum fjölmörgu kynslóðalausu sem sverfast burt í söguskoðuninni því þú gast ekki asnast til að taka þátt í því sem var hip og kúl þegar kvenndómsár þín riðu í vað. Þ.e.a.s. hlusta a múm.

3:12 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim