Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, maí 21, 2008

Bra Bra Bra

Sumu fólki er illa við að heyra eigin rödd og ég er þar engin undantekning. Ískaldur aulahrollur hrislast niður bakið á mér þegar ég þarf undir einhverjum kringumstæðum að heyra í sjálfri mér. Ástæðan er sú að ég er frekar nefmælt og mér fynnst röddin mín alltaf hljóma eins og andakvak. Nú er ég kvefuð og hef aldrei verið and-mæltari. Þessvegna finnst mér hálf pínlegt að þurfa að eiga í munnlegum samskiptum við annað fólk og hef stungið hausnum undir væng ef ég þarf að eiga í óþarfa hyggesnakki. Til að bæta gráu ofan á svart var ég að byrja á nýjum vinnustað og vinnufélagarnir halda örugglega að ég sé komin af stokköndum. Ég veit ekki hversu lengi ég held út að hlusta á sjálfa mig kvaka.
---
þetta minnir mig á mýtu sem ég rekst oft á í "Ótrúlegt en satt" dálkum í vikublöðum, en það er að andakvak bergmáli ekki og enginn viti afhverju. Hvernig getur eitthvað eitt hljóð ekki bergmálað? Veit einhver hvort þetta er satt? Hafa Mythbusters verið settir í málið.....
---
Til að enda hugrennslið um endur ætla ég að skrifa niður einn fyndasta fimmaurabrandara allra tíma. Heiðurinn af honum á hún Halldóra sem hefur eitt besta skopskyn norðan Alpafjalla. Þennan brandara um endur sagði hún mér þegar við vorum í piknikk í Helsingi

,,Hvernig hafa endurnar á Tjörninni það?"
,,Þær hafa það bra!"

og hér er annar á svipuðu leveli sem var vinsæll í afmörðum hópi Kvennskælinga
Hvað kallast andafóður öðru nafni? SV: Andefni!!
Tilhugsunin um að fóðra Reykjarvíkur-endur á andefni þótti sjúklega fyndin árið 2004.

Annars hef ég sjálf það frekar bra og vona að þið hin séuð jafn bra og ég.

6 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Ég veit ekki hvort ég á að kinka kolli með stolti (stattu með sjálfri þér kona!) eða kaupa mér hauspoka.
Þú ættir annars að prófa að taka símaviðtöl og hlusta síðan á þau í upptökutæki, þá fyrst kemur hrollurinn.
*hef það líka bra.

11:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mythbusters hafa jú einmitt staðfest að það bergmáli, eins og önnur hljóð.

Endilega leggið nú höfuðið í bleyti og smíðið fleiri brandara, ástundið guðsgefið skopskynið stúlkur (kannski með hugtökum eins og andkristur, andleysi, wonderbra o.s.frv.).

11:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

átti nú að vera daC

11:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skyldu einhverjir Svíjar hafa það Wonderbra?
-HH

2:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

dax, lexi.... minnir mig nú bara á einn góðan brandara sem ég átti hérna um árið...

10:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, segja svo brandarann. Þetta er klárlega vetvangurinn fyrir svoleiðis......

7:56 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim