Málstaðurinn, feitletraður og með stóru Emmi.
Enn á ný er ég farin í krossferð gegn staðleysum og kjánalegum hugsunarhætti. Efnistökin að þessu sinni, líkt og áður eru hvalveiðar. Eða öllu heldur þið-þarna-vitlausu-útlendingar(bandaríkjamenn)-hættið-að-tala-piss-um-hvalát.
Hvalkjöt er gott, hrefnur eru ekki í útrýmingarhættu og meðferðin á hvölum er miklu betri en t.d umgengin við dýrin á kjúklingabúum KFC. Hættiði svo að láta eins og himinn og jörð séu að farast þó svo að fáeinir hvalir séu skotnir í bakið. Hermenn í Írak, Afganistan og Darfur skjóta líka spendýr í bakið, bara miklu fleiri einstaklinga.
Hvalát gerir mig ekki að vitlausri mannætu (já, sumir setja samasem merki á milli hval og mannáts)sem er skítsama um lífríki sjávar, sveita og framtíð jarðar yfirhöfuð.
Fyrir peninginn sem var settur í frí villí verkefnið hefði verið hægt að grafa fullt af brunnum og veita heilu þorpi í þriðjaheiminum þokkalega skólamenntun. Villí hafði það bara fínt, eins og hvert annað gæludýr.
Ég skil samt sjónarmiðið um að ferðaþjónustan þéni meira á hvalaskoðun en sjávarútvegurinn á hvalveiðum og ég er í raun ekki hlynt því að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Engu að síður held ég að heimurinn sé á hraðferð til andskotans ef kjánalegum hugsunarhætti sé leyft að taka yfir umræðuna og ákvarðannatöku mótþróalaust.
Fiskistofnar í norðuhöfum eru í miklu meiri hættu á ofveiði en hvalir nokkru sinni.
Íslendingar voru fyrsta þjóðin í heiminum sem setti lög sem bönnuðu hvalveiðar til verndar hvalastofnum. Ekkert í málfluttningi né gjörðum ráðamanna (sama í hvaða flokki) bendir til þess að einlægur ásetningur þeirra sé að hreinsa höfin af hvölum.
Sem sé; við meigum veiða hval í friði fyrir alheimskarmanu.
Afhverju; Af sömu ástæðu og við drepum önnur dýr, við borðum þau, hvalkjöt er gott!!
Haldiði svo kjafti, öllsömul.
Einhvernmeign svona hljómar röksemdafærslan mín. Bara aðeins fágaðri.
Bréfunum rignir yfir mig, en engar líflátshótanir hafa borist í hús ennþá. Síðast þegar ég tók upp kyndilinn fékk ég nokkrar slíkar. Sumir eru meira að segja sammála mér í þetta skiptið. Allavega þeir sem reka síðuna eatwhale.com
Ég fór líka í herferð gegn þeim sem níðast á minnimáttar og skrifaði pistil um Downsara, sambærilegan færslunni sem ég skrifaði hér fyrir nokkrum dögum. Fullt af bréfum frá þakklátum foreldrum og einstaka Downsurum þar líka. Einnig frá mannfýlum sem útskýrðu fyrir mér hugtakið um náttúruval.
Um helgina ætla ég samt að gefa skynsama hlutanum af sjálfri mér frí og láta eins og ég sé 15 ára. Það er nebbla júró júró helgi og ísland á möguleika á 16.sætinu.
3 Ummæli:
Verst að það er verið að skjóta vitlaus sjávarspendýr. Höfrungar eru miklu betri á bragðið en lýsisverksmiðjurnar sem nú eru skotnar.
Höfrungar eru sætir og hafa leikið í fullt af bíómyndum. Maður má ekki éta kvikmyndastjörnur.
(mig langar samt að smakka höfrung, helst þann sem lék í myndinni "Andy")
-HH
Höfrungar eru allt of ofarlega í fæðukeðjunni fyrir minn smekk.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim