Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, maí 14, 2004

3 dagar í stærðfræðipróf og sundþing.

Þegar ég sat á the book barn í fyrradag hélt ég að það væri fátt leiðinlegra í heiminum heldur en stærðfræði. Nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér, sundþing toppa stærðfræðilærdóm í leiðinlegheitum. Þegar ég sat þarna í öngum mínum uppá hlöðu og var alvarlega að velta því fyir mig að hengja mig í tölvusnúrunni minni pípti síminn minn. Í barnslegi einlægni minni stökk ég á fætur og hélt að einhver hefði eitthvað skemmtilegt að segja mér. En það var nú af og frá, í símanum var formaður sundfélagsins að tilkynna mér að ég ætti að vera þingritari 52.þings sundsambands íslands. Jibbý! Ég ætla ekki að fara að þreyta ykkur dyggu lesendur (hmm......)með því að telja upp öll þau afaaar spennandi mál sem ég þurfti að færa í letur s.s um staðlaða stærð flotbakka, leyfilegan fótferðartíma í landsliðsferðum osfr. Aftur á móti ætla ég að deila með ykkur þeim blautu og klórmenguðu kveðjum sem ég fékk þegar ég var "ráðin" (lesist neydd) sem ritari þessarar merku samkomu. Konan sem hefur gegt þessu embætti sl. áratugi þykir orðin of lúin fyrir djobbið, orðin nær sjötug, vill helst bara og einungis vinna á ritvél, sem þykir núorðið eilítið truflandi fyrir fundarstörf og skrifar auk þess svo stirða íslenzku að það þarf móðurmálssérfræðing til að lesa það sem frá henni kemur. Svo þérar hún alla fundarmenn sem gerir fundarskýrslunar hennar enn illlæsilegri en ella. Það þótti því upplagt að yngja embættið um 50 ár eða svo og ég var fengin til starfa. Þar sem það þótti ekki viðeigandi að stinga svona rækilega undan konugreyinu eftir margra ára störf var ákveðið að við skyldum vinna saman. Konan virtist samt vera dauðfegin að sleppa undan ritstörfum og boðaði forföll því hún vildi heldur horfa á konunglega brúðkaupið frekar en að ala upp eftirmann sinn. Ég sat sem sé ein uppi með embættið. Ekki var stjórn SSí að gúddera það og það fyrsta sem ég heyrði þegar ég gekk inn var ,,Hvaða anskotans kríli er þetta? hvar er þingritarinn?" Svo hló þingheimur dátt og eftir þetta var ég aldrei kölluð neitt annað en krílið.
Eini ljósi puntkurinn í þessu öllu er þó hið skemmtilega orðalag sem viðgengst á svona samkomum þegar fólk fer í hár saman (sem vill jú oft gerast)
,,ég vil biðja fundarmenn að virða fundarsköp og grípa ekki framí"
,,já, Jón, þetta gildir líka um þig þú verður að viða sköpin"
,,mér er alveg skítsama um þessi sköp ykkar!"
,, þið getið bara troðið þessum sköpum uppí rassgatið á ykkur"

næst á dagskrá eru svo tvídiffraðar tvinntalnajöfnur og 16.(eða enn neðar)sætið í júróvisjón.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim