Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Afmælisbarn dagsins
...er hún ég! Ég óska sjálfi mér innilega til hamingju með daginn og rek upp þrefallt húrrahróp fyrir framan spegilinn. Afmælinu verður fagnað á svipaðan máta og undanfarin ár, þ.e ekki fagnað á nokkurn hátt. Ég verð alltaf svo dramatísk og brothætt í kringum afmælisdaginn minn þannig að ég vík mér undan veisluhöldum.
Þó þætti mér vænt um ef einhver byði mér á barinn í vikunni.

Í afmælisgjöf vil ég gjarnan fá þetta;
Mix-diska*: Ég er komin með yfir mig nóg af eigin tónlist og vil skoða nýjar víddir. Þetta þýðir að lesendur meiga gera tilraun til að þröngva eigin tónlistasmekk uppá mig.

Spilasessjón af Fimbulfambi: Ég hefi nefnilega aldrei spilað þetta margumtalaða og sívinsæla fimbulfamb, en mér segir svo hugur að mér þætti það skemmtilegt. Ekki væri verra ef meðspilararnir leyfðu mér að vinna í tilefni dagsins.

Meira var það nú ekki. Ég er nefnilega svo hógvær, sjáiði til.....

----

*það væri náttúrulega miklu meira old school og retro að biðja um mixteip, en ég á ekki fúnksjónal segulbandstæki, auk þess sem meirihlutinn af tónlistinni í eyrunum á mér er í boði iTunes.

...og þetta með hógværðina er náttúrulega bara bull. Maður á aldrei að vera hógvær á afmælinu sínu. Sem dæmi má nefna að þessi færsla er ekki nema 228 orð, en þar af eru heil 25 af þeim persónufornöfn í 1.persónu þ.e égummigfrámértilmín. Slíkt er ekki kallað annað en sjálfsdýrkun á háu stigi

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn kæra frænka ;) Vona þú eigir ljúfan dag og e-r bjóði þér upp á öl í tilefni dagsins :D *skál* fyrir þér og *húrra*

4:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

og afmælisknús hér einnig.

5:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn ritstýra.

9:07 e.h.  
Blogger hliðarsjálfið sagði...

Til hammó með ammó.
Ég skal bjóða þér á barnum á föstudag. jejejei.

12:16 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

1. vei vei!

2. pant spila fimbulfamb

3. og ætluðum við ekki alltaf að fara að teflast viðvaningslega?

11:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk öllsömul!
Elín: Við fáum okkur bjór um helgina. ójá.
Erla: Er hægt að telfa fimbulfamb? Annars man ég alltaf eftir skákinni okkar á café Laundromat. Það var daginn þegar hjólin okkar breyttust í snjóskafla og við urðum innlyksa í nörrebro. Við höfum telft nokkra stund með tilheyrandi mannfalli þegar þú stundir skyndilega upp:
,,bíddu, hvað er þessi biskup búinn að skáka kóngnum mínum í margar umferðir?"
bobby fisjér myndi örugglega snúa sér við í gröfinni hefði hann lesið leikslýsinguna.
Vafalaust versta skák allra tíma.
Annars er ég tilbúin að taka aðra skák anytime...
-hh

5:01 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim