Þetta er næs:
Að sitja á Hamborgarabúllunni og snæða búllumáltíð með Halastjörnunni. Flissa af gömlum brandara um samsetningu eiginnafna og millinafna en borða annars í þögn. Eins og mér fynnst gaman að spjalla um heima og geima, er ég afar hlynt þögninni líka. Það er nefnilega gott að þegja í félagskap annarra. Þetta jafnvægi er ekki allra og mér fynnst alltaf jafn klúðurslegt að þurfa að kreista uppúr mér umræðuefni til að forðast yfirvofandi þögn*. Þægileg sítar/raftónlist var í eyrunum og í tímaritabunkanum mátti fynna eintak af Speglinum frá 1972. Á forsíðunni var talað um verðbólgudrauginn, dýrtíðinna og svo var hæðst að forsætisráðeherranum sem hét Geir.
Á leiðinni heim ræddum við skipulagsmál, svefnvenjur og róttækni á yfirvegaðan og málefnalegan hátt án allra öfga eða fullvissu um að önnurhvor okkar hefði á röngu/réttu að standa.
* Ég geri mér grein fyrir því að það þykir töff og emo að kunna að meta þögnina, enda segjast margir dýrka að stara þegjandi útí loftið og jafnvel hlusta á þögnina (aulahrollur). Það er samt þetta fólk sem fer að ókyrrast og ranghvolfa í sér augunum ef samræðurnar detta niður í hálfa mínótu. Þá er jafnan gripið til umræðna sem byrja á: sástu/hefuru lesið/hlustaðiru á...og svo er eitthvað gripið á lofti til að ræða um. Þá er ráð að svara snöggt og laggott: Nei! og leyfa síðan viðkomandi að svitna áfram.
3 Ummæli:
http://unnur.klaki.net/mind/entry/1207317189.html
já, þetta var kósí. Ég er svo langt leidd í emósemi að ég tók ekki einusinni eftir neinni þögn, sem hlýtur jú að þýða að hún hafi verið góð.
Þrátt fyrir þennan disclaimer færðu nokkur emo stig Hafdís.
Þú tekur aldrei eftir neinni þögn Erla mín, og taugaveiklaða Woody Allen-ish fólkið hefur kvartað. Þó ég sé kannski frekar taugaveiklaður tel ég þetta hinsvegar til kosta þinna (nema þá mögulega þegar maður byrjar að tala og þú ert enn í heimi þagnarinnar, horfir bara letilega á varirnar á manni hreyfast eins og barn sem starir inní þvottavél og hunsar samhengi hljóðanna sem maður rembist við að raða vitrænt saman - sem getur þó líka komið sér vel ef maður segir eitthvað bull).
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim