Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, júlí 20, 2008

Fussumsvei

Sum tækifæri eru bara of góð til að sleppa þeim. Um helgina sat ég í stofu ásamt drengjahópi sem var í þann mund að finna sannleikan ofan í rauðvínsflösku númer þrjú. Réttlætið, heimspekinn og sannleikurinn runnu saman í eitt og hugmyndafræðin svo kristaltær að hún gat tæklað hvaða aðstæður sem var, spurðu bara. Deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs má leysa bara ef þið hlustið á okkur, ég veit hvað Hitler var að spá og ég held að Múgabe sé eins og hann.
Ég ranghvolfdi í mér augunum. Síðan barst talið að helförinni.
(Hún var sko svakaleg, krakkar!)
Þá var komin tími á að yfirgefa pólitískt rétthugsandi en jafnfram hrútleiðinlegt (og vitlausa) partýið.
Verandi sú dama sem ég er ákvað ég að kveðja með stæl.
,,Æi, strákar, Gyðingar eru gráðugir og hortugir og ég held að þeir hafi kallað þetta yfir sig sjálfir" Sagði ég með minni allra saklausustu rödd og ég held þeir hafi gleypt agnið. Það var allavega þögn meðan ég tróðst út.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

kallaðist þessi samkunda "partý" ??!

Fussumsvei! ;)

boðskort í öllu betra partý fer út í vikunni :D

7:17 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim