Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Tvö tjikkflikk

Ég og móðir erum komnar í góða bíó rútínu sem líka má flokka sem gæða samverustundir. (eitthvað sem lífstílsspekingarnir segja að sé á undanhaldi í hraða nútímasamfélagins wottever) Nýja hobbíið okkar mömmu er að sjá tjikkflikk blokkböstera í bíó. Sáum Beðmál í borginni fyrr í sumar og Mamma mia í gær. Svei mér þá ef tjikk flikk kvikmyndaformið komst ekki bara nokkuð nálægt fullkomnum með Mamma mia. Að sjálfsögðu er allt fyrirsjánlegt, öll samtöl og frekar stöðluð og enginn karakter hegaðar sér út fyrir hið fyrirfram samþykkta form Hollywood tjikkflikksins, en engu að síður hittir myndin í mark. Samt sem áður er ekki langt síðan að ég sat í djúpum sófa, hlustaði á Kinks á vínil og rabbaði við vinkonu kvartettinn um hvað ABBA væri steindauð hljómsveit.
Fyrir ykkur sem eruð á leiðinni á Mamma mia vara ég samt við byrjuninni á myndinni. Samfelldur aulahrollur hríslaðist niður bakið á mér fyrstu tíu mínúturnar.

Beðmálin voru verr heppnuð að mínu mati. Kannaski er kreppan búin að skjóta rótum í hjartanu á mér, en þessi endalausi lúxus lífstíll, með 400 dollara skóm, personal assistance og einkabílstjórum ásamt frekar útvötunðu kynlífsdjóki um brasilískt vax var ekki að slá á eina strengi.

Hvað skyldi vera næsta tjikkflikk í bíó? (ath, ég geri greinarmun á tjikkflikk og rómantískri gamanmynd)

Annars hafa síðustu dagar ekki verið mínir allra bestu. Ég er óskaplega fegin að næsta vika kemur aldrei aftur.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

En næsta vika kemur alltaf aftur og aftur. Vonandi verður hún samt oftar góð en slæm.

3:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

skiptið "næsta" út fyrir "síðasta". Stundum geri ég fáránlegar villur í texta.
hh

4:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

eða gildir einu. Vikur koma og fara, sumar betri en aðrar.
-hh

4:37 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim