Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Þetta er næs:

Að sitja á Hamborgarabúllunni og snæða búllumáltíð með Halastjörnunni. Flissa af gömlum brandara um samsetningu eiginnafna og millinafna en borða annars í þögn. Eins og mér fynnst gaman að spjalla um heima og geima, er ég afar hlynt þögninni líka. Það er nefnilega gott að þegja í félagskap annarra. Þetta jafnvægi er ekki allra og mér fynnst alltaf jafn klúðurslegt að þurfa að kreista uppúr mér umræðuefni til að forðast yfirvofandi þögn*. Þægileg sítar/raftónlist var í eyrunum og í tímaritabunkanum mátti fynna eintak af Speglinum frá 1972. Á forsíðunni var talað um verðbólgudrauginn, dýrtíðinna og svo var hæðst að forsætisráðeherranum sem hét Geir.
Á leiðinni heim ræddum við skipulagsmál, svefnvenjur og róttækni á yfirvegaðan og málefnalegan hátt án allra öfga eða fullvissu um að önnurhvor okkar hefði á röngu/réttu að standa.

* Ég geri mér grein fyrir því að það þykir töff og emo að kunna að meta þögnina, enda segjast margir dýrka að stara þegjandi útí loftið og jafnvel hlusta á þögnina (aulahrollur). Það er samt þetta fólk sem fer að ókyrrast og ranghvolfa í sér augunum ef samræðurnar detta niður í hálfa mínótu. Þá er jafnan gripið til umræðna sem byrja á: sástu/hefuru lesið/hlustaðiru á...og svo er eitthvað gripið á lofti til að ræða um. Þá er ráð að svara snöggt og laggott: Nei! og leyfa síðan viðkomandi að svitna áfram.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

http://unnur.klaki.net/mind/entry/1207317189.html

1:54 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

já, þetta var kósí. Ég er svo langt leidd í emósemi að ég tók ekki einusinni eftir neinni þögn, sem hlýtur jú að þýða að hún hafi verið góð.

6:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þrátt fyrir þennan disclaimer færðu nokkur emo stig Hafdís.

Þú tekur aldrei eftir neinni þögn Erla mín, og taugaveiklaða Woody Allen-ish fólkið hefur kvartað. Þó ég sé kannski frekar taugaveiklaður tel ég þetta hinsvegar til kosta þinna (nema þá mögulega þegar maður byrjar að tala og þú ert enn í heimi þagnarinnar, horfir bara letilega á varirnar á manni hreyfast eins og barn sem starir inní þvottavél og hunsar samhengi hljóðanna sem maður rembist við að raða vitrænt saman - sem getur þó líka komið sér vel ef maður segir eitthvað bull).

2:12 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim