Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, október 02, 2004

Aldreigi skal eg öl aftur eta.

Þýskaland er að ásækja mig um þessar mundir. Í gær át ég Bretzel og drakk þýskan bjór á oktoberfest og í dag (í þýskri þynnku) þarf ég að skila af mér grein sem fjallar einmitt um þýskaland. Það er mjög erfitt að ætla sér að skrifa pólitíska grein um þýskaland þegar þýskaland gekk af mér dauðri kvöldið áður.
Ég ætla samt að biðja þá sem urðu fyrir síma-ati af minni hálfu í gær innilegrar afsökunar. Ég fann síma sem lá á glámbekk og ákvað að eyða inneigninni í dularfull sms og talhólfsskilaboð útum allar trissur. Þetta fannst mér rosa sniðugt í gær en ég efa það að þetta sé eins sniðugt núna. Ég ætla samt að taka það fram að símaöt eru vanmetin skemmtun. Farsímamenningin með öllum sínum smsum, talhólfum, númeraleynd osfr. býður uppá stórskemmtilega hrekki.
Ég nenni ekki að hafa þetta blogg lengra en mér vantar spotntant endi á þessa annars snubbóttu færslu. Það er ekki hægt að vera sniðugur á fastandi maga og þunnur þannig að þið verðið bara að ímynda ykkur að þessi færsla endi með ofsalega sniðugri málsgrein.
Ég ætla að fá mér þynnkuborgara
Aufwiederhören