Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, apríl 28, 2004

að kvöldi dags.......

Nú er síðasta vikan í Kvennó afstaðin. Ég ætla að láta það vera að skirfa neitt frekar um það enda myndi bloggið mitt þá fyllast af orðum eins og yndislegt, söknuður og þvíumlíkt. Maður verður að halda í þann snefil af sjálfsvirðingu sem maður hefur. Ég ætlaði að enda skólagöngu mína á táknrænan hátt með því að kíkja (loksins) í bænastund í handavinnustofuna í hádeginu á morgun en ég er komin á fremsta hlunn með að slaufa því fyrir hamborgara og bjór á Vitabarnum með hinum útskriftargimpunum. Það er samt sem áður eiginlegra enn tákrænna fyrir hvernig ég tek alltaf syndina fram fyrir guðdómin. Eða vottever, ég ætla að bera harm minn í hljóði og syrgja í einrúmi.

mánudagur, apríl 26, 2004

Á grænni hillu í lífinu.

Ég held að bloggið hér að neðan verði það fyrsta og jafnfram síðasta sem ég skrifa undir áhrifum af einhverju sterkara en matltöli.


Sjáðu hvaða týpa þú ert

Annars langaði mig bara til að skella þessu prófi hérna inná. Háskólinn er greinilega komin með svona flokkunarvél fyrir óákveðna stúdenta. Þetta sannar svo sem bara nokkuð sem ég hef haldið fram lengi. Ég er rolla úr sveit sem jarmar!

sunnudagur, apríl 25, 2004

Emma vill taka það fram að hennar kynlíf snýst ekki um regnkápu fetjos og unga jafnarðarmenn á eggjardýnu í kípavogi.
ok, ég er hætt núna

þetta blogg er tileynkað hrönn og krístínu.
þið eruð ágætar.
kveðja
X-gb.

fullt glogg
nú er ég full og ætla að fylgja tízkustaumunum og bogga full ásamt magga og emmu.
Ég hef samt ekkert merkilegt að segja annað en það að áðan vorum við að tala rosalega meðvitað um pólitík (eða hjólatík, fyrir þá sem muna eftir jón oddi og jóni bjarna) síðan fóru umræðurnar að snúast um kynlíf emmu og þaðan í sódomasokisma. hér koma nokkur gullkorn;
ef ég væri atvinnunauðgari myndi ég nauðga sjáflri mér Emma
Kellingin hennar sólrúnar og kallin hans össurar......já eða öfugt Maggi
mikið ofsalega er þetta fyndið. Best er samt að ég er komin með hiksta og get ekki tekið þátt í hinum pólitísku/ sadó/masó umræðum sem hér eiga sér stað. Einnig hef ég á tilfynninguni að þetta blogg sé rosalega illa stafsett og í alla staði lélegt.
En hvað um það. Mikið óskpalega er ég sorgleg. Inní stofu eru heitar umræður um kynlíf emmu og sadómas´+o tilhneygingar en ég ákveð að fara í tövluna og skrifa blogg. Enda er ég með óstöðvandi hiksta og get ekkert tjáð mig af viti. (eins og einhver sé með viti hér)
sorglegar og fullar kveðjur
yðar einlæg
Hafdsí

laugardagur, apríl 24, 2004

gvöð minn......

Einhver hvíslaði því að mér dagar mínir innan veggja kvennó væru svona hér um bil taldir (4 til að vera nákvæm).
Það fannst mér algerlega hræðilegt því tíminn í Kvennó hefur verið mjög frábær, sko. Mér vöknaði svo um augum þegar ég breytti upphafssíðunni minni í tölvunni frá Keðjusíðunni í heimasíðu háskólans til að laga mig að nýjum aðstæðum. Ekki minnist ég þess að hafa verið svona meyr og sentimental þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla hér um árið.
Ofan á þetta bættist síðan bömmerinn yfir því hvað ég-ætla-að-verða-þegar-ég-verð-stór.
Eins og ofangreindar pælingar gefa í skyn er Hafdís ekkert alltof bjartsýn þessa daganna, en kona á ekki að velta sér uppúr lífsins tára dal, því lífið er þjáning eins og búdda sagði svo réttilega. Þessvegna ætla ég að skella mér á dimmisjón fund, læra að jóðla og fara í hausamælingu fyrir stúdentshúfuna. Ég er eiginlega hálfvegis búin að beila á því að útskrifast með heimatilbúna húfu eða KluKluxKlan hettu eins og mér datt í hug um daginn.

mánudagur, apríl 19, 2004

The Blog wars

Ég rís uppúr skotgröfinni og veifa hvítum fána eftir að hafa fengið all nokkrar morðhótanir á kommentakerfum víðsvegar um netheiminn. Fólk er svo skemmtilega ósvífið undir nafnleynd. Fannst nú samt vitleysan keyra úr hófi fram þegar einhver bjáninn fór að tala um blóm og býflugur á kommentakerfinu mínu. Engin blóm hérna takk.....
Annars er það helst að frétta að ég gisti í líkpoka í Þórsmörk um síðustu helgi og er búin að fá vinnu á samyrkjubúi í Ísrael. Mamma hoppaði hæð sína af skelfingu þegar ég viðraði samyrkjubús hugmyndir mínar við hana og bað um auka fjárveitingu til að geta flogið frá london til tel aviv. Hún hótaði að fá farbann á mig og kyrrsetja mig í kjallarnaum. Svo sagðist hún skyldu gefa mér 10.000 kr í vasapening ef ég hætti við að fara. Siðblind eins og ég er þá tók ég 2000 og sagðist ætla að hugsa málið.

.
,,í líkpoka skaltu liggja og úr líkpoka aftur upp rísa"
ég er án efa ein hressasta manneskja sem hefur legið í þessum líkpoka skal ég segja ykkur!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Í tilefni dagsins er þessi færsla á ensku.
(og álíka ósmekkleg eftir því)


I had a good day today. The sun was shining and the ducks were having sex on the tjörn. But when I came to Kvennó, everything went on the back legs. First I decited to skróp in math class (I´m always about to give up the duck in there, it is soooo boring) an logged me on the internet instead and stared to read some blogs. On this site I saw something that really bugged me, so I wrote a nice and polite coment on it. I came completely from mountains when a few minutes later some people were having some shitthrowing in my garden on the kommentakerfi. I took this no-mittentakes and wrote back so I will propably be under green turf by this time tomorrow.
The raisin at the end of the hot-dog is now this small pistill on my blog.

Já, hvernig lýst ykkur á nýja blogg-stílinn minn sem ég fékk að láni frá ónefndum bloggara. (oki, kannski svoldið súrrealísk útgáfa en samt.....) er þetta bara ég, eða er svoldið súrt að blogga á ensku?

mánudagur, apríl 12, 2004

Andlausir Páskar. part II

Ég sit ennþá fyrir framan tölvuna, spila free sell (nýjasta afþreyingaræði mitt) og hlusta á Blondie til að drepa tímann.
Ætlaði út í labbitúr áðan en uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að náttúran hefur ákveðið að vakna til lífsins tveimur vikum of fljótt. Það væri undir venjulegum kringumstæðum mikið gleðiefni en fyrir okkur frjókornaofnæmisfólkið boðar það dauða. Ég var vart komin út fyrir hússins dyr þegar ég byrjaði að hnerra og hósta og táraðist. Hversu úrkynjað og ótnáttúrulegt er að vera með frjókornaofnæmi? Vera með ofnæmi fyrir náttúrunni? Að þurfa að gleypa amk eina pillu á dag (gott ef ekki tvær, þrjár þegar verst er) fyrir það eitt að geta verið undir berum himni? þurfa helst að halda sig innan dyra, eða þá í kyrfilega malbikuðu umhverfi.
Ég er hinn sanni aumingi holdi klæddur.

Andlausir páskar.

Ég hef ekki komið neinu í verk um páskana. Kenni ómældu páskaeggjaáti og of mikilli samveru með fjölskyldunni um andleysi mitt.
Til marks um það ætla ég að skella einu sjálfsprófi á bloggið mitt.
Who were you in a past life? by Kat007
Name:
Birthdate:
Favorite Color:
Country:
You were most probably:Bonnie or Clyde
If not then you were:A pair of womens' leotards
Created with quill18's MemeGen 3.0!


ég er alls ekki ósátt við þessa útkomu.......

fimmtudagur, apríl 08, 2004

,,...Ef ég væri kona/væri ég rauðsokka/því ég nenni ekki að plokka píkuhár..."

Rappaði okkar yndislegi BlazRoca (aka. erpur eyvindasson) hér um árið, þegar rottweiler þóttu kúl. Upplifði einmitt smá rauðsokkustemmingu í gær þegar fámennur en gómennur hópur meðvitaðra menntskælinga mótmæltu Ísdrottningunni fyrir utan vetrargarðinn. Fámennið verður víst að skrifast á mig því í lúðaskap mínum hélt ég að keppnin væri á laugardaginn. Ætla samt að halda því fram til streitu að Ásdís Rán hafi vísvitandi skrifað "laugardaginn 7.apríl" á heimasíðu keppninnar til að villa verðandi mótmælendum sýn. Sem betur fer sáum við í gegnum trikkið og blésum til skyndimótmæla, sem fólust í friðsamlegum slagorðum á spjöldum við ljúfan sítar (já, sítar, ekki gítar) undirleik. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei séð jafn margar útgáfur af fyrirlitningarsvip þegar fm-hnakkarnir og aflituðu verslóbeyglurnar marseruðu framhjá okkur til að borga 2000kr fyrir að fá að berja drottningarnar augum. Hápunkturinn var svo þegar sjálf drottningamóðirin, Ásdís Rán í öllu sínu veldi (bleikur og svartur henson galli) gekk til okkar og sýndi okkur einn eitt afbrigðið af fyrirlitningasvip.

það eru 47 dagar þangað til ég útskrifast. Þá þarf ég að vera komin með solit og gott svar við "hvaðætlaruaðveraþegarþúverðurstór" spurningunni sem ég fæ líklega að heyra ansi oft því mamma er búin að setja saman gestalista fyrir útskriftina mína algerlega án minnar vitundar. Hann samanstendur af gömlu og skorpnu fólki sem ég sá síðast í fermingarveislunni minni og það á ekki eftir að gera annað en að spyrja mig hvað ég ætli að læra. Kínka svo varlega kolli og snúa sér undan þegar ég hiksta því útur mér að ég hafi ekki grænan grun.
Ég er að pæla í að skrópa í útskriftina mína eða leigja staðgengil, vætanlegir veislugestir hafa hvort eð er ekki séð mig síðan ég fermdist.

mánudagur, apríl 05, 2004

í fréttum er þetta helst.

Nú er páskafríið hafið formlega. Til marks um það ákvað ég að efla mín fögru fyrirheit um dugnað. Ég dró fram hina rykföllnu stærðfræðibók og byrjaði að reyna að vinna upp vanrækslu síðustu vikna. Þá fann ég gamla andrésmöppu frá 1982 og þar með var stræðfræðin fyrir bí. Hvernig stendur á því að alltaf, ALLTAF þegar ég sezt niður til að gera eitthvað gagnlegt gerist eitthvað svona, eða þá að ég fer að baka, taka til í herberginu mínu, stunda jóga eða vottever. Ég held ég eigi við krónsíst einbeitingarleysi að stríða.
Bíllinn minn er kominn með bílaflesnu og þarf að taka því rólega út þessa viku. Mér líður eins og fugli án vængja, get ómögulega tekið flugið hvert á land sem er. Þarf annað hvort að sætta mig við að hanga í hreiðrinu heima eða bíða eftir gulu ungamömmu sem kemur á 20mínótna fresti, alveg hreint óþolandi.


ps. ísdrottningin er um næstu helgi, vér mótmælum allir.

föstudagur, apríl 02, 2004

Hætt og farin!

Hætt að drekka. Að eilífu,
amen.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

gamalmenni á grafarbakkanum.

ég er orðin gömul fyrir aldur fram. Í gær stóð ég sjálfa mig að því að tala um veðrið til að fylla uppí óþægilega þögn í samtali. Veður umræður eru ótvírætt ellimerki. Bráðum fer ég að keyra á 10 undir hármarkshraða og horfa á maður er nefndur í sjónvarpinu, sveiattan.
Ég fór á leikritið Þetta er allt að koma í þjóðleikhúsinu í gær. Það var mjög gaman og Balta tókst vel upp með að færa bók hallgríms helgasonar á sviðið. Eins og mér finnst nú gaman í leikhúsi, þá er klapp-seramónían eftir að sýningu lýkur orðin svoldið þreytt. Þetta með að leikararnir koma aftur og aftur og aftur fram, hneiga sig, koma svo aftur fram. Þetta er eins og að fara á tónleika og hjómsveitin geymir öll góðu lögin þar til þeir eru klappaðir upp. Uppklapp á að vera bónus á góðu giggi, en ekki partur af prógramminu.
jæja, ég ætla að fara að bródera, ekki seinna vænna.