Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, júní 22, 2004

ÉG hlakka og hlakka og hlakka!!!!

Ég er loksins búin að kyngja endanlega stolti mínu og byrjuð að viðurkenna að það séu kannski ekki svo slæm örlög þrátt fyrir allt að slaufa háleitum samyrkjubúshugmyndum í Ísrael fyrir roskilde. Mamma er þó stanslaust að strá salti í sárin, les upphátt úr mogganum fréttir um ísrael, strýkur mér svo um vangan og kemur með mammahefuralltafréttfyrirsér frasan í einhverri útgáfu. Sem betur fer er ég orðin hálf ónæm fyrir þessu.
Tilhlökkunun byrjaði formlega í fyrradag þegar við áa fórum og keyptum helstu nausynjar fyrir slíka för, en mottóið í ár verður lögmál Murphys, það er; allt sem getur farið úrskeiðis mun gera það. Með það í huga keyptum við okkur tjald sem má eyðileggjast, alltof litlar vindsængur sem meiga eyðileggjast líka og gúmmítúttur því það verður sko örugglega rigning. Við eigum síðan eftir að kaupa okkur sjóhatta, búa okkur til ponsjó úr svörtum plaspokum og þá verðum við færar í flestan sjó. (hohoho)

En hápuntkur dagsins er þó ekki spenningur yfir utanför okkar heldur stórsigur minn á krónískum sjúkdómi sem hefur verið að há mér undanfarin 19oghálftár. Sjúkdómur sem er ekki á skrá WHO yfir sjúkdóma (þó að samkynhneigð sé það, einhverja hluta vegna og anorexia ekki skráð fyrr en 1995), sjúkdómur sem hrjáir amk.helming íslendinga án þess að þeir hafi hugmynd um það, sjúkdómur sem ekki er til neitt lyf við, enda ekki talinn hættulegur, sjúkdómi sem aðeins má sigra með viljastyrkum einum saman.........
Já, börnin mín, ég er laus við þágufallssýkina!
Þessi ósómi hefur fylgt mér eins og skuggin allt frá fæðingu og kenni ég óheppilegri genasamsetningu og úthverfauppeldi þar um. Þrátt fyrir að ég hef alla tíð gert mér fullkomlega grein fyrir vandamálinu, hefur mér aldrei tekist í tæka tíð að skipa vinstra heilahvelinu að setja fornafn í nf. fyrir framan persónulegu sagnirnar kvíða og hlakka og áður en ég veit af hefur heilinn í fullkomnu leyfisleysi fallbeygt fornafnið þannig að úr barka mínum hljómar: Mér hlakkar. Einstaklega hvimleitt.
Á síðustu árum hef ég reynt að skora sjúkdóminn á hólm með misjöfnum árangri; lúpínute, dáleiðing, kraftjóga, lífrænt mataræði og égveit ekki hvað og hvað. En sígandi lukka er best og með tíð og tíma hefur mér tekist að leggja sjúkdóminn í gröfina. Undanfarna daga hef ég svo fengið endanlega staðfestingu á þessu. Því þegar samtöl berast að danmerkurferðinni (sem gerist æ oftar því sem nær dregur) svara ég nær undantekningalaust; Já, ÉG HLAKKA TIL. Síðan brosi ég hringinn allan dagin yfir óvæntum sigri mínum. Svona getur tilveran nú verið dásamleg
Húrra fyrir bakaradrengum, húrra fyrir hálsaskógi og hinum týndu kökum úr alheimskrúsinni.

Ps. Ekki núa mér því um nasir ef mér verður á í messunni; sérstaklega á þessi nýi hæfileiki vinstra heilahvels míns það til að detta út undir áhrifum nikótíns, etanóls og annars óþverra. Batnandi fólki er bezt að lifa.

sunnudagur, júní 20, 2004

með sól í hjarta og blóm í haga.

Ég er virkilega ekki í góðu ásikomulagi þegar ég skrifa þetta. Ég sé varla á tölvuskjáinn, fingurnir skjálfa og ég er að berjast við að halda innihaldi magans réttu megin við vélindað. Með öðrum orðum, ég er þunn. Mig grunar óljóst að ég hafi verið leiðinlega drukkin. Ég man eftir sjálfi mér uppá þaki skrifstofu samfylkingarinnar í Austurstræti að þusa við gesti og gangandi sem voru ca.30 metrum neðar. Ég er hætt að drekka ég sver það.......
En frá minni drykkju yfir í aðra drykkju, nánar tiltekið kókþamb litlu frænku minnar. Á 17.júní var haldið fjölskylduboð í föðurfjölskyldu minni. Ótrúlegt nokk þá var mér boðið líka, en fram af þessu höfum við bróðir minn verið hálfgerðar afgangsstærðir þegar kemur að gestalista fjölskylduboða. Eftir að ég var búin að heilsa öllum og endurtaka mín glæstu framtíðarplön (sjá nánar, viðtal í Birtu ef einhver er í vafa)svo oft að ég var komin með staðlað svar við hvaðætlaruaðgeraíhaust spurningunni, -settist ég niður með litlu frænku minni Emelíu sól (2ára. Þar sem ég var ómögulega að finna mig innnan frændfólks míns, og biturleikinn blundaði í mér ennþá yfir öllum fjölskylduboðunum sem mér var ekki boðið í, fann ég mig best með þessu kríli enda ekki um venjulegt kríli að ræða. Emelía hefur frekar takmarkaðan orðaforða en er samt sem áður mjög dugleg að nota þau orð sem hún tileinkar sér. Þetta kvöld voru orðin "andskotinn" og "ó mæ gad" mjög í tísku hjá henni. Emilía er koffín fíkill með meiru og lagði mamma hennar blátt bann við því að barninu væri gefið kók. Því miður tilkynnti hún það áður en ég mætti á svæðið og þegar barnið otaði glasiu að mér og bað um kók, datt mér ekki í hug að neita. Eftir þetta fékk Emilía kókást að mér og þambaði hvert glasið á fætur öðru sem örláta frænkan Hafdís skenkti henni. Þar sem ég er mjög óvön börnum gerði ég mér alls ekki grein fyir því að þau geta drukkið miklu minna en við og var því órög við að fylla hálfslítra krúsina fyrir krakkan. Eftir því sem koffín magnið í Emilíu óx fór hún að verða örari og örari og undir það síðasta var hún farin að hlaupa um allt húsið og öskra ómægad og andskotin á allt sem á vegi hennar varð, Afa sinn, mömmu sína, köttinn og svo framvegis. Þá fór nú flesta að gruna að ekki væri allt með feldu og fljótlega beindust öll spjót að mér. Ég játaði misgjörðir mínar, baðst afsökunar, kvaddi og fór.
Ég held ég hafi fyrirgert rétti mínum til áframhaldandi veru á gestalista fjölskylduboðanna.

sunnudagur, júní 13, 2004

Sjón er sögu ríkari.

þessvegna er ég komin með myndasíðu þar sem ég mun samviskusamlega raða niður myndum af komandi fylleríum sumarsins (svo og einhverju öðru sem ég mun taka mér fyrir hendur, þó svo að ég muni ekki eftir neinu í augnablikinu)
Myndavélin er nýi besti vinur minn og mun fylgja mér eins og skugginn í allt sumar.
Engum verður hlíft (tek þó mútur til athugunar)

Hafdísarmyndir

sunnudagur, júní 06, 2004

Klórmengun...

...er heilsuni hættuleg. Eftir að hafa setið inní klórmettuðu andrúmsloftinu í breiðholtslaug í 5 daga og lesið allan 2002 og 2003 árganginn af Cosmopolitan held ég að ég sé komin með alvarlegar og varanlegar heilaskemdir. En ég get þó huggað mig við það að ég hef sjaldan verið eins meðvituð um kynlíf, heilsu, fegurð og sambönd þökk sé greinum eins og "20 ways to please him", "how to loose 20 pounds in one week" "hide your uglyness" og "A few tips to make the relationship work". Inntak áðurnefndra greina er svo sem alveg efni í góðan pistil útaf fyrir sig en ég held ég birti hann frekar á tikin.is.
Besta við Cosmo er samt vandamáladálkarnir. Þá les ég orð fyrir orð og skemmmti mér hið besta ( I have a crush on my broter and anytime I see him, I get wet and start to ma*****. Is that abnormal or what?) fyrir kaldhæðna sál eins og mig er þetta nátturulega endalaus uppspretta illkvittina brandara. Besta vandamála bréfið var þó frá stúlku frá Oregon og hennar vandamál var eftirfarandi: Now days I cannot climax unless my guy puts his hand around my neck and starts to choke me. After we have sex they usually stop calling me. Do I need professional help?
Mikið er ég guðs lifandi fegin að vera ekki með svona hrikalega sjúkt fetish. Ég fór samt að velta því fyrir mér hvernig í fjandanum hún komst að því að kyrking væri svona ofsalega erótísk í hennar augum? Datt henni þetta bara í hug svona uppúr þurru eða?
ég ætla að láta hér staðar numið með vangaveltur mínar um kynlífsvandamál stúlkna í bandaríkjunum og fara að gera eitthvað uppbyggjandi(!)
later..

ps. ráðgjafi cosmo ráðlagði stúlkunni að leita sér hjálpar.