Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, maí 30, 2004

Fólk er fífl

....og þá einkum og sér í lagi Herbert Guðmundsson. Ég lenti nefnilega í ofsalega málefnalegu rifrildri við Hebba plebba um dagin. Herbert rekur þessa sallafínu ísbúð í Síðumúlanum, einmitt í sama húsi og útskriftarveislan hennar Fjólu var haldin. Til að tryggja aðgengi gesta sinna að þessari vinsælu ísbúð (sá ekki einn kúnna þarna, allt kvöldið) hefur Herbert leigt tvö bílastæði fyrir framan, málað þau og merkt í bak og fyrir og hótar hverjum þeim er leggur þarna lífláti ef sá hinn sami hyggst ekki kaupa af honum ís. Mér varð á þau reigin mistök að mjaka hægra framhjólinu á bílnum mínum örlítið yfir þessa gulu línu sem markar í hugum okkar flestra bara bílastæði en í huga Herberts Guðmundsonar markar skil á lífi og dauða. Þegar Hebba fíflið var þess vart að ég væri ekki væntanlegur kaupandi íss með dýfu, hljóp hann á eftir mér eins og mannýgt naut, sótsvartur af bræði og svei mér þá ef hann froðufelldi ekki líka. Ég hef það fyrir reglu að brúka ekki kjaft við fólk sem er mjög áþreifanlega heimskara heldur en ég þannig að ég brosti bara auðmjúklega til Hebba, settist uppí bílinn og færði framhjólið um nokurra millimetra til að friða mannfýluna í fölbleiku fráhnepptuskyrtuni. Samt sem áður var ég ekki laus við Hebba því leiðir okkar láu því miður saman nokkrum mínótum síðar og þá inní ísbúðinni. Mig vantaði sárlega bland fyrir kvöldið og þar sem enginn sjoppa var í námd sá ég mig nauðbeygða til að leita á náðir Herberts og ísbúðarinnar í leit að spræti. Þegar röðin kom að mér og ég bar upp erindið hrækti Herbert því útrúr sér (greinilega ennþá bitur útí mig út af bílastæða slysinu) að þetta væri sko ísbúð og hann seldi ekkert andskotans gos. Þá fór að fjúka all svakalega í mig en mér tókst að halda auðmjúka brosinu, minnug þess að Herbert er jú áþreifanlega heimskari heldur en ég. Herbert var greinilega komin í hið versta skap, enda fékk næsti kúnni svo sannarlega að kenna á því. Hann var svo óheppinn að spyrja hvort Herbert seldi sígarettur og þá fyrst sprakk Herbert. Hann þrumaði yfir grey manninum um að ÞETTA VÆRI ÍSBÚÐ OG HÉR VÆRU EKKI SELDAR NEINAR SÍGARETTUR NÉ GOS OG ÞEIR SEM HÉLDU SLÍKU FRAM VÆRU BARA FÁVITAR SEM ÆTTU AÐ DRULLA SÉR ÚT OG HÆTTA AÐ EYÐA TÍMA SÍNUM. Þar sem ég er jú verndari litla mannsins í minni eilífu krossferð gegn ranglæti með réttlæti (viva Benjamín dúfa)gat ég ekki setið á mér lengur. Ég hélt þó auðmjúka brosinu og spurði Herbert með þeirri væmnustu rödd sem ég gat framkallað úr barka mínum hvort það væri ekki rökrétt að ætla að hann seldi sígarettur þar sem hann seldi kveikjara sem hann var búin að stilla upp í einni hillunni. Herbert sendi mér það eitraðasta augnaráð sem ég hef lengi séð og spurði mig hvurn fjandan ég væri að gera hérna ennþá og afhverju ég drullaði mér ekki út. Ég lét ekki slá mig út af laginu, enda mun ég fyrr dauð liggja en að tapa fyrir Herberti Guðmundssyni. Ég tók það fram að margir verslunareigendur beittu því trikki að stilla kveikjurunum upp á áþreifandi stað til að gefa þau skilaboð að þeir seldu sígarettur þar sem það má ekki hafa slíkan varning sýnilegan lengur og því væri það mjög ruddalegt af honum að taka svona á móti viðskiptavini sem veit ekki betur. Að vísu voru þarna komnir brestir i mjúku röddina en ég held að það hafi ekki skipt neinu höfuð máli því herbert var örugglega komin með són í eyrun og rauða slikju fyrir augunum, því reiðari mann hef ég sjaldan fyrirhitt. Ég ákvað að leyfa honum ekki að eiga síðasta orðið og vippaði mér út í sömu andrá en gaf mér þó tíma til að blikka Herbert í kveðjuskini.

ískaldar Herbertskveðjur
Ís-dís

ps. ég er orðin stúdína, þrefallt húrra fyrir því.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Daglauna hóra.

Síðustu daga hef ég verið að vinna eða hórast, eins og ég kýs að kalla það hjá Netinu-Markaðs og rekstrarráðgjöf ehf. Þetta fyrirtæki er allt hið undarlegasta og þrátt fyrir að hafa unnið þarna í bráðum 3 ár er ég ekki ennþá með það á hreinu út á hvað reksturinn gengur, enda hef ég frekar takmarkaðan áhuga á viðskiptum og markaðshagfræði. Þetta er í raun bara einn maður sem rekur fyrirtækið en hann fær alls kyns lið (þ.á.m undirritaða) til að taka að sér hin ýmsu vekefni á svörtu til að umsvif fyrirtækisins virðast minni hjá skattinum. Mitt formlega starfsheiti er sem sé; Markaðsfulltrúi sem hljómar ofsalega merkilega en í raun er ég bara altmuglig manneskja sem sinnir hinum ótrúlegustu tilfellum, allt frá bjórkynningum til skyrtu-straujunar og stundum líður mér satt að segja eins og hóru. Stundum hef ég velt því fyrir mér að berja hefanum í borðið, fitja uppá nefið, segja upp með stæl og gefa honum kannski einn kinnhest í leiðinni, en samkvæmt orsakar/afleiðingar lögmálinu yrði ég mjög fljótlega skítblönk og það vil ég ekki.
En ef mælirinn er einhverntímann fullur þá er það í dag. Dagurinn byrjaði svo sem ágætlega. Þetta er eitt af þeim fyrirtækum sem hafa dress code fyrir starfsmenn sína.(gallabuxur og conversskór ekki vel liðnir)Ég þarf því að gramsa í fataskáp móður minnar þar til ég finn eitthvað sem ég get tjaldað utanum mig. Útkoman verður yfirleitt einstaklega glæsilegt furðuverk í mölétnum fötum sem voru í tísku 1995. Í dag mætti ég í einni slíkri múnderingu og til að toppa lúkkið hafði ég meir að segja málað mig og gusað á mig smá hárlakki. (fyrirgefðu mér, ósonlag) Satt best að segja leit ég út eins og ég væri ný útskrifuð úr versló með 14 tommu prik uppí rassgatinu.
Allavega, dagurinn fór rólega af stað, ég var á skrifstofuni að vinna pappísvinnu og spila Free sell. Í hádeginu hrindi svo vinur yfirmanns míns í öngum sínum, vinurinn átti að mæta á mjög mikilvægan fund í kaffinu en það var saumspretta á buxunum hans sem hann gat ekki lagað og þar sem þetta var pabbahelgi (til helvítis með þessar pabba-helgar)varð hann að redda pössun fyrir krakkan á meðan. Hafdís tú ðe reskjú. Þarna var þjónusta mín sem sé seld til vinarins á einu bretti. Frá skrifstofuvinnu til saumsprettu og barnapössunar. Eftir að hafa saumað buxurnar og þar með bjargað frama vinarinns í viðskiptaheiminum og lesið bubba byggi og stafakarlanna fór ég aftur uppá kontór og sökkti mér í pappírsvinnu og free sell.
Kl.17 fór ég svo í kynningarferð á nokkur hótel.
kl.17.30 bilaði vinnubíllinn,
kl.17.35 hrindi ég í örvæntingu minni í yfirmannin þar sem ég vissi ekkert hvað amaði að bílunum. Hann sagði að ég ætti að "redda því" og lagði á
kl.17.37 tvinnaði ég saman lengsta blótsyrði sem ég hef á ævi minni sagt.
kl.17.40 Opnaði ég húddið. Fann til mikils vanmáttar þegar ég horfði á vélina, þekking mín á slíkum hlutum er álíka mikil og kunnátta mín á Indverksum bútasaum. Ég reyndi að pota í eitthvað og færa eitthvað til en það heppnaðist ekki betur en það að ég fékk olíu á fötin, á fésið og í hárið. Ég gafst upp og labbaði niður á kontór. Þar sem klæðaburður minn samræmdist ekki lengur vinnureglum fyrirtækisins var ljóst að ferill minn þann daginn væri í mikilli hættu. En yfirmaður minn er með ráð undir rifi hverju. Fyrst ég gat ekki unnið var ég bara send heim til hans að þrífa íbúðina. Með olíubletti á buxunum, svitabletti undir höndunum og meiri olíu í hárinu en Danny Zuko endaði ég svo daginn á fjórum fótum að srúbba gólf.
Og nú er rúsínan í pysluendanum eftir.
Þar sem ég lá þarna og velti því fyrir mér hvar og hvernig ég ætlaði að koma mínum ástkæra yfirmanni fyir kattarnef rak ég hendina óvart í videohillustandin og allar Star-Trek spólurnar hrundu útá gólf og úr hulstrunum. En voru þetta Star-Trekk spólur? Ég held ég láti hér staðar numið, það þarf ekki að hafa um þetta fleiri orð. Þegar maður kemur heim úr vinnunni með kúlu á hausnum því klámspólur yfirmannsins ultu yfir kollin á þér, held ég að það sé komin tími til að segja upp. Því að ég hef mitt stolt, eða hvað?

þriðjudagur, maí 18, 2004

Daginn eftir stærðfræðipróf!

Hah..! Nú er stærðfræðiprófið búið og ég frjáls úr fjötrum pólhnita og tvinntalna að eilífu. Ég rúllaði prófinu upp get ég sagt ykkur. Það er, ég rúllaði prófblaðinu upp eftir klukkutíma og skilaði, skildi ekki baun í bala og er líklega fallin. Ég hef samt áreiðanlegar heimildir fyrir því að maður meigi taka með sér eitt fall. Þó verð ég að viðurkenna að það er lítill glansi yfir því að falla á fjórða ári, en fyrir ykkur sem fitjið uppá nefið og finnst ég vera eymingi að geta að minnsta kosti ekki fengið fjóra, þá langar mig til að kynna ykkur fyrir stærðfræðibókinni minni. Þá fyrst munið þið skilja þjáningu mína og eymd.
En hvað um það, ég er útskrifuð og mun aldrei, aldrei, aldrei aftur þurfa á minni (takmörkuðu) raungreinaþekkingu að halda.
jæja, nóg komið af biturleika útí skólan (og þá braut sem ég asnaðist til að velja), á eftir ætla ég niður í bæ að máta stúdentshúfur og reyna að sjarmera bókasafnsvörð kvennaskólans um að leyfa mér að fá einkunirnar mínar þrátt fyrir að ég hafi skilað bókunum af kvennóbókasafninu á borgarbókasafnið. Ég hef ekki mikla trú á að sjarminn minn nái að bræða hana, þar sem ég held að hún sé líffræðilega ófær um að brosa eða sýna nokkur önnur geðbrigði. Hún ásamt A-stofunum og mötuneytinu sem kann ekki að elda ætilegan mat er eitt af því sem ég á svo sannarlega ekki eftir að sakna frá kvennaskólanum.

föstudagur, maí 14, 2004

3 dagar í stærðfræðipróf og sundþing.

Þegar ég sat á the book barn í fyrradag hélt ég að það væri fátt leiðinlegra í heiminum heldur en stærðfræði. Nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér, sundþing toppa stærðfræðilærdóm í leiðinlegheitum. Þegar ég sat þarna í öngum mínum uppá hlöðu og var alvarlega að velta því fyir mig að hengja mig í tölvusnúrunni minni pípti síminn minn. Í barnslegi einlægni minni stökk ég á fætur og hélt að einhver hefði eitthvað skemmtilegt að segja mér. En það var nú af og frá, í símanum var formaður sundfélagsins að tilkynna mér að ég ætti að vera þingritari 52.þings sundsambands íslands. Jibbý! Ég ætla ekki að fara að þreyta ykkur dyggu lesendur (hmm......)með því að telja upp öll þau afaaar spennandi mál sem ég þurfti að færa í letur s.s um staðlaða stærð flotbakka, leyfilegan fótferðartíma í landsliðsferðum osfr. Aftur á móti ætla ég að deila með ykkur þeim blautu og klórmenguðu kveðjum sem ég fékk þegar ég var "ráðin" (lesist neydd) sem ritari þessarar merku samkomu. Konan sem hefur gegt þessu embætti sl. áratugi þykir orðin of lúin fyrir djobbið, orðin nær sjötug, vill helst bara og einungis vinna á ritvél, sem þykir núorðið eilítið truflandi fyrir fundarstörf og skrifar auk þess svo stirða íslenzku að það þarf móðurmálssérfræðing til að lesa það sem frá henni kemur. Svo þérar hún alla fundarmenn sem gerir fundarskýrslunar hennar enn illlæsilegri en ella. Það þótti því upplagt að yngja embættið um 50 ár eða svo og ég var fengin til starfa. Þar sem það þótti ekki viðeigandi að stinga svona rækilega undan konugreyinu eftir margra ára störf var ákveðið að við skyldum vinna saman. Konan virtist samt vera dauðfegin að sleppa undan ritstörfum og boðaði forföll því hún vildi heldur horfa á konunglega brúðkaupið frekar en að ala upp eftirmann sinn. Ég sat sem sé ein uppi með embættið. Ekki var stjórn SSí að gúddera það og það fyrsta sem ég heyrði þegar ég gekk inn var ,,Hvaða anskotans kríli er þetta? hvar er þingritarinn?" Svo hló þingheimur dátt og eftir þetta var ég aldrei kölluð neitt annað en krílið.
Eini ljósi puntkurinn í þessu öllu er þó hið skemmtilega orðalag sem viðgengst á svona samkomum þegar fólk fer í hár saman (sem vill jú oft gerast)
,,ég vil biðja fundarmenn að virða fundarsköp og grípa ekki framí"
,,já, Jón, þetta gildir líka um þig þú verður að viða sköpin"
,,mér er alveg skítsama um þessi sköp ykkar!"
,, þið getið bara troðið þessum sköpum uppí rassgatið á ykkur"

næst á dagskrá eru svo tvídiffraðar tvinntalnajöfnur og 16.(eða enn neðar)sætið í júróvisjón.

þriðjudagur, maí 11, 2004

6 dagar í stærðfræðipróf

að falla eða að falla ekki. Það er þessi spurning!

föstudagur, maí 07, 2004

Musteri hinnar andlegu eymdar

..........er þjóðarbókhlaðan um bjargræðistímann. Þegar námsmenn af öllum stigum skólakerfisins (nema kannski leikskóla) safnast saman til að læra hver í kapp við annan. Fyrir sveimhuga eins og mig er auðvelt að týna sér í mannhafinu því hér kennir ýmsu að grasa. Á borðinu við hliðina á mér eru tvær grunnskólapíur með g-strengin uppúr díselbuxunum að læra fyrir samræmduprófin. Þær virðast nú samt vera meira upptekknar af því að krota með áherslupenna á hendina hvor á annarri og blikka alla sætu háskólasrákana í leðurjökkunum með þriggjadagabroddana sem læðast hérna inn af og til. Í gluggaröðinni, langt frá ösinni á ganginum og nálægt innstungu fyrir laptopið, stitur svo afar merkileg manngerð; Lækna og lögfræðinemar. Óskabörn þjóðarinnar, fólkið sem var nógu gáfað(vitlaust) til að velja sér ákaflega praktíst nám sem skaffar vel en er aftur á móti óhemju leiðinlegt og krefjandi. Þetta er liðið sem mætir þegar bókhlaðan oppnar og lítur ekki upp úr skræðunum fyrr en lokar, með ógrynni af vatni með sér í brúsum merktum World Class eða Baðhúsinu, á sokkaleistum, treður bómull í eyrun til að þurfa ekki að heyra skrjáfið í blaðaflettingum okkar hinna og gefur okkur illt augnaráð ef við dirfumst að trufla einbeitingu þeirra á einhvern hátt. s.s missa bók á gólfið, ropa, tala eða valda á einhvern hátt óæskilegum, einbeitingartruflandi hljóðum.
Í sófanum á móti mér situr svo liðið úr Heimspekideild. Afslappað lið í lopapeysum og Ecco sandölum sem kemur á hlöðuna fyrst og fremst til að fá sér kaffibolla, líta í blöðin og ræða heimsmálin, námið mætir svo afgangi. Óhjákvæmilega myndast stundum spenna milli gluggaraðarinnar (lækna-lögfræði) og sófans (heimspeki) þar sem hinir síðarnefndu eiga það til að valda einbeitnartruflun hjá hinum fyrrnefndu. Rétt áðan var einni ljóshærðri, sokkaleistaðri lögræðistelpu nóg boðið, hún strunsaði yfir að sófanum og jós úr hinum diplómatísku skálum reiði sinnar yfir sófistana sem hafa steinhaldið sér saman síðan, líklega af ótta við lögsókn.
Síðan er að sjálfsögðu fullt af menntskælingum út um allt. Ég verð að viðurkenna, þótt dapurlegt sé, að ég hef á þessum tveim tímum sem ég hef eytt hérna, hitt fleiri kunningja og vini heldur en allan síðasta mánuð. Kannski að maður ætti að gefa Kúltúra og Dillon smá frí og fara að stunda Bókhlöðuna meira í leit af selskap. Í rauninni er þjóðarbókhlaðan bara eins og einn stór skemmtistaður, nema það er engin tónlist og þagnarbindindi. Sem er bara gott, þvi tónlist á skemmtistöðum er yfirleitt léleg (sjá nánar síðustu færslu), fólk er ekkert að ofnota orðin og segir ekkert nema það sé nauðsinlegt. Að sjálfsögðu blómstrar ástin hérna og pikköpplínurnar eru ekki af verri endanum;
,,er þetta sæti laust?"
,,geturu nokkuð lánað mér tvær síður af ljósritunarkortinu þínu?"
,,geturu hjálpað mér að finna Kafka?"
,,má ég ljósrita glósurnar þínar?" osfr.
Áðan sá ég hvar tveir krúttlegtir gleraugnanördar leiddust saman að ljósritunarherberginu og fóru að ljósirta saman. Obboslega rómó. Eins og á öllum góðum skemmtistöðum er loftræstingin hérna í lágmarki og hita og rakastigið er eins og í Amazon frumskóginum á góðum degi. Enda ætla ég að fara að hypja mig á brott, ég er löngu hætt að læra og nágrannar mínir á næstu borðum halda eflaust að ég sé stórskrýtin enda er ég búin að eyða síðasta klukkutímanum i að stara útí loftið og glápa á annað fólk.
Hafdís kveður af Þjóðarbókhlöðunni
góðar stundir.

sunnudagur, maí 02, 2004

Nethryðjuverk og vond lög.

Ég ætla að byrja á því að biðja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á kommenntahryðjuverkamanninum Einari á athugasemdakerfinu mínu afsökunar. Undanfarnar vikur hefur hann stundað það að skrifa komment á mínu og hinum ýmsu kommentakerfum undir annarra manna nöfnum, öllum til mikils ama. Glottandi af eigin illsku hefur hann setið sveittur fyrir framan skjáinn og reynt að valda eins mikilum skaða og honum er unnt; reynt að klína samkynhneigð uppá fólk, talað um ommilettuskó og síðast en ekki síst, sakað Halldóru um slæma stafsettingu. (helgispjöll)
Allavega, það var dimmetering á föstudagin sem gekk vonum framar enda var atriðið okkar svo þaulæft að það var nær ógerningur að klúðra því. Um kvöldið var svo fyllerí með kennurunum. Er mér þá sérstaklega minnistætt þegar þórhildur enskukennari hlammaði sér í fangið á þórunni og fór á trúnó. Síðan var dansgólfið tekið með trompi af öllum nema mér því ég var með tónlistarkomplexa og neitaði að stíga þar fæti nema plötusnúðuinn yrði rekinn á staðnum. Er þetta bara einhvert snobb í mér eða er alltaf verið að spila sömu helv*** tónlistina á svona uppákomum? Það er tekin 80´syrpa, júróvisjón syrpa, smá Stuðmenn og svo auðvitað Sálin (hrollur). Hvert sem ég fer finnst mér alltaf og eilíflega verið að spila sömu gömlu, lúnu tuggurnar.
Hérna kemur svo top 6 (nennti ekki að gera uppí 10) listi h.dísar yfir lög sem meiga gjarnan hverfa af yfirborði jarðar.

1. Don´t blame it on the sunshine, don´t blame it on the moonlight...... með djakkson fæv (er það ekki?) Mér verður óglatt þegar upphafsstefið byrjar og svo þegar krádið á dansgólfinu fer að gera "múvin" sem fylgja þessu lagi þá kasta ég upp.
2.Nína, sálin. Þetta er hin íslenzka klisja holdi klædd. Þetta lag er spilað í búðkaupum, böllum, auglýsingum, karióki og allstaðar. Mig langar að stofna Nínu-lausa útópíu einhverstaðar á íslandi þar sem and-nínur geta safnast saman án þess að vera hundeltar af þessu óskalagi íslenskrar alþýðu.
3. Footloose. úr samnefndri kvikmynd. ojjj........!
4. Smells like teen spirit. Nirvana. Þegar effemm plötusnúðarnir ætla að vera geðveikt töff og rokkaðir setja þeir þetta á fónin. Eins og þetta var nú gott lag hér i dentid þá er þetta lag núroðið jafn spennandi og útriðin hundstík.
5. Final countdown, Europe, Etísballa æðið sem Menntaskólinn við Sund byrjaði á hefur lagt þetta lag endanlega í gröfina. Því miður eru ekki allir sammála mér og þetta lag er ennþá að valda mér heyrnarskemmdum af og til.
6. Abba eins og hún leggur sig. ég hef aldrei skilið alminlega fagnaðarlætin sem brjótast alltaf út þegar waterloo hljómar á dansgólfinu. Ég tel mér trú um að það sé verið að fagna sigri Nelsons á her Napoleons 1815 en ekki fjórum svíum sem sigruðu júróvisjón seint á 20.öld.

Þar hafiðið það. Tillögur á endurbótum á þessum lista eru vel þegnar.