Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, ágúst 30, 2004

Og ég sem hélt...........

.....að ég myndi aldrei vatna músum yfir heimildarmynd. Ég þurfti að éta þau orð ofaní mig í gær, svo og ummæli sem ég hef látið falla um áðurnefnda heimildarmynd, 9/11 Farenheit. Ég ætla samt að standa við það að öll atriðin með feitu konunni frá Flint sem missti son sinn í Írak hafi verið alltof yfirdrifin og í ofaukið í myndinni. Hvern langar að horfa uppá móður gráta son sinn eftir að hafa séð limlest börn (limlest af völdum sonarinns??) liggja í blóði sínu á götum Bagdad?
Með tárin í augunum gekk ég útúr Laugarásbíó staðráðin í því að leggja mitt að mörkum til að gera heiminn betri. Krossferðin mín gegn ranglæti byrjaði (og endaði) heima í stofu. Þar hóf ég upp raust mína og reyndi að snúa stjórendum Breiðholtsútibús Repúblikaflokksins (foreldrum mínum og bróður) til betri vegar. Pabbi skellti rökunum mínum flötum í gólfið með hælkrók og kvað: æi, Hafdís, þú hefur alltaf verið svo helvíti ginkeypt fyrir áróðri. Síðan var hækkað í sjónvarpinu og horft á Ólympíukvöld á RÚV. Ég gat svo sem vitað það að krossferðin gegn heimilsifólkinu væri fyrirfram töpuð orusta en ég er svo fáránlega bjartsýn þessa daga að ég trúi því í alvöru að mér séu allir vegir færir. Ég er búin að uppdeita pennaveskið mitt með nýjum og fínum pennum sem bíða eftir að hljóta sömu örlög og forverar þeirra og verða nagaðir til bana, ég er komin í nammi, reyk, áfengis og lífsnautnabindindi. Ég ætla að vera GEÐVEIKT dugleg í skólanum og læra alltaf heima, ég er búin að taka til í herberginu mínu, ég ætla að vera rosadugleg að synda og svo framvegis og framvegis. Ég spái því samt að öll þessi fögru fyrirheit brotni í spað áður en september er á enda runninn. Afhverju er maður alltaf svona áheitaglaður í byrjun skólaárs???





miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Sumarmyndir

Valdar myndir frá sumrinu. Njótið heil.


var að reyna að vera svolið artý, sko
HH


Drulla og bjór
HH


Mother Trucker
HH


Fallegt fólk á fallegri stund.......
HH


Addi in da hás
HH


töff......
HH


Kristín (til vinstri) og vindbelgur
HH


hopp og skopp á Óðinsgötu
HH


sólgleraugu (og bylgja)
HH


Sjaldan hefur davíð vodkanu neitað
HH


Konur kúka sko alveg.........
HH


Svona klæða mývetningar sig
HH


dísa
HH


Eina myndin sem náðs hefur af Einari
HH


Drullumeiköpið á hróaskeldu
HH


slappað af á skeldunni
HH


loðinn rass
HH


Drulluskelda
HH


Sveinbjörn og Dísa í djörfum dansi
HH

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ó vei mér

Ég lifi og hrærist í grískum harmleik þessa daganna. Mér er skapi næst að fara niður á austurvöll og tæma eiturbikar svona til að setja punktinn yfir i-ið. En ég ætla ekki að breyta þessu bloggi í tragedíublogg þannig að ég mun ekki eyða fleiri orðum í mína andlegu eymd. Þess í stað ætla ég að blogga um sænsku. Ég hef nákvæmlega engann áhuga á sænsku (sem og öðrum tungumálum) og hún má fara veg veraldar fyrir mér. Ég sé samt fram á að þurfa að koma mér upp gerfiáhuga á sænsku í hvelli því samkvæmt bókalistanum mínum þarf ég að lesa bók uppá litlar 1250 síður á sænsku um sögu norðurlanda frá 1200 til 1800. Þetta gæti orðið svoldið vesen því sænskukunnátta mín takmarkast við ,,tack so mycket" , ,,jette bra", javla og aðra frasa sem ég hef gripið úr myndum Luke Moodyson. Ég er ekki viss um að sú kunnátta sé nægileg til að fleyta mér í gegnum tímabil kalmarssambandsins, svartadauða, einokunar, siðaskipta og fleira. Ef einhver á sænsk-íslenska orðabók sem hann má sjá af á haustmisseri, þá má sá hinn sami endilega skilja eftir nafn og símanúmer á kommentakerfinu. (hér er ég að höfða til huldufólksins sem les þetta blogg)

sænskar kveðjur
HH

ps. Bróðir minn sagði við mig í gær að ég væri sæt. Mér brá svo við að ég missti sjónina úr fókus og labbaði á hurð. Ég minnist þess ekki að hann hafi slegið mér gullhamra áður.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Íssalar allra landa sameinist.

Nú er komið nóg. Veðurguðirnir hafa oft á tíðum flengriðið okkur íslendingum með frosthörkum, hríðarbyljum og hagléli en nú hafa þeir tekið okkur í öfugan enda. Allsvakalega. Skyndilega eru veðurfræðingarnir orðnir jafn miklar hetjur og handbolta liðið og má jafnvel fara að tala um strákana okkar í þeim skilningi. Veðurfréttirnar eru skyndilega orðnar vinsælasta efnið á öllum rásum og það liggur við að fólk fallist í faðma á götum úti þegar fréttir berast að enn eitt hitametið hafi fallið. Íslendingar eru meira að segja farnir að brosa hvor til annars á förnum vegi og þá þykir mér nú fokið í flest skjól. Góðhjartaðir vinnuveitendur gefa starfsfólki sínu frí vegna veðurs (hoho rammíslenskur veðurhúmor) og bæjarvinnuaumingjarnir leggja hrífurnar frá sér, fækka fötum og sleikja sólina. Og þegar veðrið er svona gott hvað er þá betra en að fara í sund og fá sér ís.............
Ég vinn í sundlaug og ég sel sundlaugargestum ís. Króuð af inní klórmettuðu frumskógarloftslagi og vinn við að ráðleggja vísitölufjölskyldunni um ískaup og blanda sturtur fyrir litla krakka.
Mér finnst að ég eigi að fá bæði áhættubónus og launauppbót fyrir vikið. Í dag var slegið nýtt aðsóknarmet í Breiholtslaug. 2000 gestir takk fyrir (lófaklapp) sem þýðir að í dag hef ég sagt 2000 sinnum "góðan daginn", gjörðusvovel og takk fyrir. Ég er sem sé búin með kvótan á þessi orð og mun ekki taka mér þau í munn aftur svo lengi sem ég lifi. Kósveitt, með steinrunnið augnaráð og holan málróm hef ég ekki gert neitt annað en að segja þessa þrá frasa í allan dag. Þeir ættu frekar að temja apa eða ráða Mývetning í þetta, því þetta er ekki ætlað hugsandi manneskjum eins og mér. Góðandaggjörðusvoveltakkfyrir rútínan er að vísu brotin af og til þegar ég þarf að selja vísitölufjölskyldu ís. Úr öskunni yfir í eldinn.

Við ætlum að fá tvo hlunka eina dæetkók og eina pepsí, ha, nei vilt þú ekki svona (barnsgrátur) hvað viltþú? ó, þú vilt svona rauðan, eigi þið rauðan hlunk, afhverju eigi þið ekki rauðan, hvað meinaru að hann sé uppseldur, hættu að gráta siggi minn, konan á ekki rauðan hlunk hvað viltu í staðinn, hann vill svona, eigi þið það, já ok gott, þá er það tveir hlunkar, nei bíddu einn hlunkur, ein dæet kók og pepsí, já og bættu við einum lúxus ís með karamellu, já en Gunna var læknirinn ekki að segja að þú værir með of hátt kólestól? æ, þegiðu Jón, á svona degi má maður sko borða allt, já en læknirinn sagði Gunna mín,,Já ég sagði þegiðu Jón, þú mættir nú alveg tapa nokkrum kílóum sjálfur, hafðu það þá lúxusís og eitt Twix. Maaaaamaa, Siggi fékk stærri ís en ég, já, þú valdir líka hinn, ég vil ekki fá minni ís en Siggi vhahahahah. heyrðu áttu ein sem er svipað stór og þessi, já þessi er fínn, sko Stína mín, konan er að koma með ís sem er jafnstór og ísinn hans Sigga, heyrðu úpps hún missti hann í gólfið, get ég nokkuð fengið annan? þarf ég þá nokkuð að borga fyrir þennan? Það var þá ein dæet kók, ein pepsí, tveir hlunkar, einn lúxusís með karamellu og eitt Twix, hvað er það mikið, djöfulsins okur er þetta við gætum sko fengið þetta á hálfvirði í bónus, bíddu hvaða hortugheit eru þetta stelpa ég get ekkert farið í bónus blaut og í bikiníi ertu eitthvað verri? Já nei mér fannst þetta ekkert fyndið, settu þetta á kortið, geturu tekið 500 fram yfir, afhverju ekki, dísös kræst er það nú þjónusta, heyrðu seljiþið nokkuð skóreimar, þessi penni er handónýtur, virkar ekkert hérna? þú mátt henda afritinu.

Það er ekkert grín að reyna að geðjast kröfuhörðu og jafnramt hundleiðnlegu íslensku fjölskyldufólki.

mánudagur, ágúst 09, 2004

En orðstír deyr aldreigi þeim er góðan getur..........

Þessi færsla er tileinkuð öllum þeim sem lesa þetta blogg en eiga ekki að gera það. Þá er ég að meina fjölskylduna, ættingja, foreldra, sundþjálfara og fleira. Nýlega hef ég nefnilega komist að því mér til mikillar skelfingar að blogg mitt er mun víðlesnara en ég huggði. Ég hef nefnilega óljósan grun um að hinir og þessir útí bæ séu að skemmta sér yfir subbuskapnum á þessu bloggi. Mér er svo sem slétt sama, en þegar ég heyri að ættingjar austur á landi séu farnir að rýna í bloggið mitt fallast mér hendur. Þá fellur nefnilega síðasta vígi saklausu sundstúlkunar endanlega. Nú get ég sem sé ekki lengur brosað 24.karata kolgeit borsi og sagst vera á fullu í sundi og skóla ef einhver ættinginn spyr, vitandi af því að tjaldið hefur fallið og Hafdís stendur nakin fyrir framan ættmenni sín þökk sé bloggskrifum. Framvegis verður hver einarsta færsla ritskoðuð með ykkur í huga, kæra fjölskylda, þjálfarar og annað fólk yfir 25 ára aldri. Nema þá að ég taki uppá því að skrifa í véfréttastíl til að enginn fatti hvað ég er að meina.

ps. Mamma, þér er frjálst að láta ljós þitt skína á kommentakerfinu ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT AÐ HNÝSAST Í BLOGGIÐ MITT ÞEGAR ÞÚ HELDUR AÐ ENGINN SJÁI TIL.......

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Í bljúgri bæn

Orti fótalausa skáldið á Laufskálum. En það kemur þessari færslu nánast ekkert við. Undanfarna daga hefur mér funndist eins og ég sé aukapersóna í lélegri amatöraskáldsögu. Afhverju? Byrjum á byrjuninni. Uppá síðkastið hefur mér sí og æ verið líkt við einhvern annan eða klínt uppá einhvern annan. Ég er spurð að því tvisvar á dag hvort að ég og stelpugribban sem ég vinn með séu systur sem kemur aaaaafar illa við sálartetrið mitt því mér finnst hún bæði ljót og leiðinleg. Síðan hefur því verið fleygt blákallt framan í mig hvað eftir annað að ég eigi að vera kærasta fólks útum borg og bí, bróður míns, vinkonu minnar, þjálfara míns og svo framvegis. Ég er með öðrum orðum ekki nógu merkilegur pappír til að vera sjálfstæð persóna heldur verð ég að styðjast við einhvern annan til að öðlast tilverurétt (sbr.systir eða kærasta) í lélegu skáldsögunni sem ég er föst í þessa daga. Lélegu af því að handritið líkist einhverju sem þorgrímur þráins myndi skrifa; Vandræðalegt fjölskyldubrúðkaup með kærastanum, spaugileg atvik í vinnunni, ferð útá land að skoða náttúrufegurð íslenskra sveita osfr. Munurinn á mér og Mr.Thorgrími liggur samt í því að sögurnar hans eru lausar við allt áfengi og svartan húmor sem mínar eru stútfullar af. Fjölskyldubrúðkaupið var vandræðalegt vegna þess að það voru allir svo fullir, vinnumistökin stafa aðallega af þynnku og sveitarrómantíkin fólst í því að gera grín að utanbæjarfólki og drepast útí móa. Já, lífið er léleg skáldsaga og ég er partur af henni.

ps.Þessi færsla er mjög líneyjarleg, fyrir þá sem kannast við það viðmið.