Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Lifið a Skogum

Þjonninn /lobbydaman /uppvaskarinn /hreingerningakonan er sest við tölvuna a Skogum. Og hun hefur nakvæmlega fra engu að segja. Allavega engu sem eg get skellt saman i heilsteypta frasögn. Þessvegna ætla eg að hafa þetta blogg i brotakendu formi, sem rimar agætlega við mina brotakenndu hugsun og að eg eg tali nu ekki um brotna stolin sem eg sit a.

I nott dreymdi mig þetta:
Eg kom inni buð og var að kaupa buxur. Buxurnar voru of siðar þannig að eg vildi lata stytta þær. Eg gekk að afgreiðsluborðinu og bað afgreiðslumanninn um að stytta buxurnar. Hann talaði sænsku og sagði að það kostaði 100 sænskar kronur. Eg varð half hvumsa a þessu og reyndi að hiksta þvi utur mer að eg hefði bara 50 sænskar kronur i veskinu (sem er alveg rett, eg er bara með 50 sænskar i veskinu minu nuna) Þa byrjaði afgreiðslumaðurinn að öskra a mig, hann sagðist öskra a alla sem töluðu sænsku með hreim. Þa for eg að grata og flaug a brott.

Eg þekki 5 stelpur (a aldrinum 14-48) sem bua a Skogum. Tvær þeirra foru um daginn i harlenginu a Selfossi.

I gær drakk eg hvitvin með morgunmatnum. Það er hiklaust hapunktur siðustu vikur.

A eftir ætla eg að rölta uti hlöðu, bregða snöru um halsin a mer og herða að.
Bless.
HH

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Hvort er meira sexy...

að fara til Reykjavikur eða Karahnuka um helgina?

laugardagur, júlí 15, 2006

Konan með köttinn....


Það er sko eg. Hafiði ekki heyrt klisjuna um einmana konuna sem byr ein með kettinum sinum? Eg komst að þvi um daginn að það er eg. Eg by med storu grau fressi sem eg kalla Johönnu. Eg er alskostar ovön að bua með köttum og gleymi alltaf að horfa niður fyrir mig þegar eg geng um ibuiðina mina og stig a fressið i tima og otima. Sem betur fer er buið að gelda fressið fyrir lifandis löngu og þess vegna stendur þvi hjartanlega a sama um allt og alla. Svo framarlega sem eg helli Wiskasi i skal tvisvar a dag.

Nagrannar minir eru hjon a ofanverðum aldri sem eg kalla herra og fru umburðarlynd. Þau bua i storu husi umþb.50 metra fra mer. Þeirra aðalhobby er að hysa flokk af mongolitum yfir sumartiman. (ok, folk með downssyndrom heitir þetta, en bloggið mitt er sa vetvangur sem eg leyfi mer að vera politically incorrect) Þessir mongolitar eru a þeim aldri sem þvælist hvað mest fyrir felagsmalastofnun. Þau eru of gömul fyrir sumarbuðirnar sem felo rekur, en of ung fyrir að vera hent inna sambylin (sem felo rekur) Með öðrum orðum, þetta eru mongolitar a minum aldri. Vegna þessara gloppu i kerfinu, er til folk eins og herra og fru umburðarlynd sem taka þau inna heimili sin yfir sumartiman.
Það er gargandi stuð þarna hinumegin fra 8 a morgnanna til 10 a kvöldin. Mongolitarnir spila vond islenska dægurlagatonlist a full blast allan daginn og taka 3-4 tima karioki sessjonir inna milli. Getiði imyndað ykkur Corky ur Life goes on, syngja Ninu og Geira?
Ef þu vilt byda eftir mer
a eg margt að gefa þer
alla mina kossa ast og tru
enginn fær það nema þu.
Hrikalega sætt... ur öruggri fjarlægð.

Uppahaldslag mongolitanna (sem þau syngja samt ekki i karioki) er islensk utgafa af smellinum "Tequila" með Ragga Bjarna, þar sem buið er að henda i heilan texta við lagið, sem var an texta aður.

Upprunalega utgafan
dadadadadadadada
dadadadadadada
dadadadadadadada
dadadadadadada
dadadadaaaaaaaaaaaaada
dadadadaaaaaaaaaaaaada
dadadadadadaDA
Tequila

Raggi Bjarna fed.Mongolitarnir
Trallalalalalalalala
trallalalalalala
trallalalalalalalala
trallalalalalala
Ekki hnerra
ekki hnrerra
ekki snerta veigarnar
Tekila

Mer er fullkomlega alvara, maðurinn syngur þetta.

Um daginn karnaði gamanið hja mongolitunum. Þegar eg kom heim eftir morgun mat, með surmjolkurslettu a buxunum, var buið að slökkva a mjusikini og haværar raddir barust yfir tunið. Eg ætla að gerast svo kræf að birta samtalið sem eg greip niður i meðan eg var að reykja a svölunum heima.

Mongoliti 1 (kk): OJJJ, þetta er ogeðlegt,
Mongoliti 2 (kvk): Svona svona, þetta er allti lagi.
Mongoliti 1 (kk): öskrar NEIIII, eg vil ekki lata snerta mig svona
Mongoliti 2 (kvk): i sefandi ton, svona svona, hann vill bara vera goður við þig, hann er skotinn i þer
Mongoliti 3 (kk): Ja, eg er skotinn i þer.

Þetta var innsyn inni lif þjonsins a hotel skogum.
Eg er hryllilega einmana. Enginn talar við mig nema i boðhætti. Farðu, gerðu, þrifðu og svo framvegis. Eg er að verða samdauna þessu og svara a moti i boðhætti. Þegiðu, snafaðu ect.
Þessvegna vil eg gjarnan skora a alla þa sem kunna að slysast inna þessa siðu að skilja eftir komment. Blogg er ju bara eitt stort egoflipp eftir allt. Eg klappaði kettinum i morgun, nu þarf einhver að klappa mer....

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Að blogga....

Helgarbloggið..

Helgin var algert æði gæði :D :D OMG A föstudeginum hittustum eg & the Skvizes heima i brizer og tjilli. Svo var sko farið dantan og tjuttað feitt a solon. Solon svikur sko engan og vid vorum i gegt filing, dilluðum okkur og svo var sko sett i hözzzlgirinn. ;) þurftum svo nattla ad biða gegt leingi eftir taxicab og var orðið ogo kallt, enda bara i djammgallanum sko. :( Brrr........!!!!
A laugardeginum vaknaði skvisan pinu þunn og lofaði sjalfum ser ad lata djammið vera, en NEIIII, auddað skellti min ser i party og eftir einn Brizer var gellan sko komin i girin. :D :D For i ogo skemmto party :) og var i girnum, in the gear, sko alla nottina.
Svo skutlaði yndið hann Gummi, vinur broðir kærastu Siggu vinkonu hennar Gunnu, mer heim. OG VITIÐI BARA HVAÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!! A leiðinni heim sa eg dauðan mav a golfinu, eg meina götunni. OMG.. hvað eg skil ekki svona pakk sem keyrir yfir endur og lætur þær svo barasta liggja dauðar. OJJJ....!! :(:(
A morgun ætla eg að boka miðann til Eyja. Eg ætla að fara strax eftir vinnu a miðvikudeginum og koma svo aftur a manudagskvöldið. :D :DNæsta helgi er feitt að planast og mer er strax boðið i 3 party. :) OMG hvað mer hlakkar gegt til....jisus hvað eg ættla að djamma feitttt!!!!! :)

Ofangreint blogg er uppspuni fra rotum og engar personur ne adstæður sem þar er lyst eru raunverulegar. Sem betur fer...
Astæðurnar fyrir ofangreindu bloggi eru tviþættar.

Astæða 1.

Umræða og orðræða
Mer finnst það afskaplega sorglegt að stor hluti minnar kynsloðar skrifar blogg a þennan hatt. Eg a svo erfitt með að skilja afhverju meirihluti minnar kynsloðar er svona malhaltur. Erum við hætt að geta tjað okkur an þess að nota broskalla, skammstafanir og upphropunarmerki i tugavis? Þetta er eins og afturhvarf til morsstafrofsins. Getur þetta folk ekki lengur að lyst umhverfi sinu, aðstæðum og hugsunum (ef það hugsar a annað borð) an þess að gripa til broskalla

:) gott :( vont

og svo einhverjar fleiri variasjonir fyrir reynda notendur.
Mig svimar alltaf þegar eg les svona blogg. Svona blogg eru lika oftast nær tileinkuð næturlifinu (djamminu) engögnu. A manudögum kemur langur helgarpistill. Svo hle framm a fimmtudag, en þa eru plön helgarinnar utlistuð i smaatriðum. Einhverntiman i midri viku koma svo "myndirfrahelginni" linkur einhverstaðar a siðuna. Um helgar liggur bloggið svo niðri, eðlilega.

Eg er samt ekki að reyna að setja mig a haan hest. Alls ekki. Bloggið mitt þjaist vissulega af andleysi og lelegri stavsetningu. En eg reyni þo að lata lita ut fyrir að eg eigi það til að hugsa ut fyrir djammið og tali mannamal. Mannamal sem virðist vera að luta i lægra haldi fyrir brosköllum. OMG.

Astæða 2.
Ein stelpan sem vinnur með mer eyðir helgum i felagsskap kallanna.is. Eg skil hana ekki. Bokstaflega...

I ospurðum frettum er lyklaborðið mitt her a skogum ekki með kommur yfir stafi. Þetta kemur þvi ut eins og eg se að blogga fra utlöndum. Sem er að mörgu leyti rett.

föstudagur, júlí 07, 2006

Ég er löggildur hálviti.

Í gær kaus ég helvítið hann Magna 4 sinnum í netkosingu Rockstar supernova.
Er til betri staðfesting á eigin smáborgarahætti?

Snjallræði

Að særa upp gamla bloggið mitt...