Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, febrúar 29, 2004

heheh......allir sem urðu súrir yfir mh-mr viðureigninni í grettu betur, tékkið á þessu

var að taka til í linkunum, bætti nokkrum við og setti svo allt heila klabbið í stafrófsröð svo engin fái þá flugu í hausinn að um einhverja goggunarröð sé að ræða.

laugardagur, febrúar 28, 2004

Bókasöfn

Mér hefur alla tíð þótt bókasöfn vera agalega sjarmerandi staðir. Þegar ég var lítil hékk ég á Seljasafni heilu og hálfu dagana og las þar til ég fékk hausverk af loftleysi og augnaþreytu. Enda uppskar ég síðar meir nærsýni af öllum bókalestrinum. Í dag endurnýjaði ég svo kynni mín af bókasafnshangsi þegar ég fór á þjóðarbókhlöðuna að reyna að koma stúdentsritgerðinni minni á vitrænt form. Ég var þar í 3 klukkutíma, skrifaði ekki baun en eyddi öllum tímanum í grúsk og lestur á efni sem tengdist ritgerðinni nákvæmlega ekki neitt. Í gær var það bjór á Ölstofu Kormáks & Skjaldar, í kvöld er það bjór í partýi á stúdentagörðunum. Á morgun er það svo meira bókasafnhangs. Ég ætla að verða bókasafn þegar ég er orðin stór.
Ég fór og borgaði hel*** stöðumælasektina í gær, lagði fyrir utan löggustöðina en átti ekki klink í stöðumælin. Ég hugsaði með mér að ég hlyti að sleppa, enda yrði ég nú örstutt inni. Þarf ég að segja meira.........
ég tek hér með aftur fullyrðingu mína um að guð sé til og elski okkur síðan úr síðustu færslu. Guð sem leyfir stöðumælavörðum að ráfa um yfirborð jarðar er svo sannarlega ekki góður guð.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Lítið gleður litla sál

Hvað er yndislegra en röð skemmtilegra tilviljanna á grámyglulegum febrúardegi. Í sögutíma horfðum við á júgóslavnesku kvikmyndina Underground eftir snillinginn Emir Kusturica. Fyrst ég var á annað borð byrjuð að sökkva mér ofan í austurevrópskar kvikmyndir ákvað ég að slaufa sundæfingu dagsins og leiga mér svartan kött/hvítan kött eftir sama leikstjóra. Þegar ég stóð við afgreiðslu borðið og var að velja mér nammi birtist hópur af grímuklæddum krökkum sem sungu gamla nóa og hlutu nammi að launum. Ég ákvað að feta í fótspor þeirra og söng vísur vatnsenda rósu og viti menn, ég fékk heilan helling af nammi og sparaði mér nammi innkaupin. Hamingjusöm Hafdís steig uppí bílinn sinn og ók af stað, eftir 2 mínútna akstur sé ég ekki hvar svartur köttur hleypur yfir götuna og það sem meira er........á eftir honum hljóp hvítur köttur!!! og ég sem var einmitt með myndina svartur köttur/hvítur köttur í aftursætinu.
Er til betri sönnun á að guð sé til og elski okkur?

Smásálin

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Krossfestur, dáinn og grafinn....

...steig niður til heljar, reis upp á þriðja degi aftur upp frá dauðum!
Var að koma úr æfingabúðum Lúsífers, þangað sem mér var hent 5 tímum eftir að ég kom heim frá árshátíð. Þarna mátti ég hírast fram á sunnudag, netlaus, gsmsambandslaus, sjónvarpslaus og allslaus. Ég veit að það er ofsa viðeigandi að nota píslarsögu krists sem samlíkingu á eigið líf en mér finnst þjánigar krists engu minni en mínar og hananú!
Kraftwerk og Placebo eru að koma á klakan og ég ræð mér vart fyrir gleði.

A friend in need is a friend indeed, a friend with weed is better.......
ójá ójá.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Bréf til Kötu.....

Þegar þú tókst þá meðvituðu ákvörðun að slaufa árshátíðinni fyrir fjalla...blabla eitthvað þá ákvað ég að vera augu þín og eyru fyrir austan. Hér gef ég þér skýrslu mína samkvæmt minni bestu samvizku. Þó svo að þú varst ekki með okkur í efni þá varstu það í anda......

Morgunpartýið var svona eins og morgunpartý eru flest, kósí og þægilegt. Sem var ágætt því svo þurftum við að bíða örugglega í hálftíma útí grenjandi rigningu eftir að rútuandkotinn kæmi og það var allt annað en þægilegt og kósí. En áfram skröltir hann þó eins og Ómar söng forðum daga og að lokum vorum við komin til Mekka fm-hnakkanna, Selfoss. Þá tók við skemmtilegur innanskólamórall þegar allir reyndu að troða sér í móttökuna í einu til að krækja í bestu herbergin. Skemmtilegir frasar eins og "Fjórði bekkur gengur fyrir, drullaðu þér aftar í röðina", "Helvítis náttúrufræði bekkirnir eru svo frekir" eða "tussurnar úr T-bekknum eru að riðjast, hrindum þeim" flugu um móttökuna en allt fór þó vel að lokum og allir voru þokkalega sáttir við herbergjaskipan.
Síðan var sest niður og slappað af með bjór í annarri og bjór í hinni. Fallegu, fallegu Ingibjargar bolirnir voru komnir úr prentun og runnu út eins og heitar lummur.
En það er höggormur í hverri paradís og í þessari ferð var það hin ógurlega selfoss gæsla sem var að gera okkur lífið leitt. Fyrsta reglan var sú að drykkja væri bönnuð á göngunum, þessari reglu var fylgt eftir af harðfylgni og það voru ófáar bjórdósirnar sem djöfullega gæslan helltu úr fyrir framan nefið á spældum kvennskælingum. Önnur reglan var sú að bannað væri að hafa opið fram á gang. Það var einn vörður í fullu starfi við það eitt að loka herbergisdyrum (sem ég samvizkusamlega opnaði alltaf aftur, þú veist hvað mér er illa við valdhafa..)
en allavega, maturinn var nú eins og hann alltaf er, leiðinlegt hlé á drykkjunni og var borðhaldið óvenjulega langt í ár. Ég var samt með vaðið fyrir neðan mig og smyglaði bjór inn.
Eftir matin fóru litlu 1 og 2 bekkingarnir á diskótek á meðan við fullorðna fólkið fórum uppá herbergi og helltum okkur full. Einhverntíman á þessum tímapunkti fer minnið að svíkja mig og restin af kvöldinu er svoldið þokukend. Hér eftir verður bréfið því ekki í samfelldu máli.
....Elínu tóks að klára kippu, (ég aðstoðaði hana þó við síðasta bjórinn)
....Stuðmenn voru æðislegir á ballinu og ég henti brjóstahaldaranum (spenastatífinu) mínum í Egil Ólafsson.
....Það var samt ekkert kúl því 5 mín seinna henti einhver g-streng í hann, hvernig á maður að toppa það??
....Ég hnakkreifst við Sollu(þessi sem sagði að busaagulýsingin væri ljót) um tilgang lífsins. Samtalið var ótrúlega súrt og ég naut þess hvað hún tók þessu ótrúlega persónulega, enda hélt ég á tímapuntki að hún ætlaði að hjóla í mig.
....Það var hoppað á bakinu á mér.
.....Fjóla varð ofurölvi
.....og týndist
....fannst samt aftur um hádegið þegar ég var í örvæntingu minni búin að gera leitarflokk út af örkinni.

Heimferðin einkenndist af því að sjá rúmið sitt í hillingum en þó var tími fyrir einn sveittan hamborgara og franskar á bsí svona til að setja punktinn yfir i-ið á annars góðri ferð.

Þetta er samt aðeins grófur útdráttur, öllum subbu-sora sögum er sleppt til að vernda viðkvæmar sálir. Allt sem samviska mín leyfði mér ekki að birta hér, segi ég þér í skólanum á mánudaginn.
Þín Hafdís Erla

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Bolir bolir bolir

Hér með tilkynnist það að Inguera bolirnir eru komnir í hús. Stykkið kostar 500 krónur (íslenskar)
þeir sem hafa áhuga á að verða sér útum slíkan grip vinsamlegast pikkið í mig á göngum skólans, hringið í síma 866-9221 nú eða pantið á kommentakerfinu. Kvennskælingar ganga fyrir og þeir sem mér persónulega líkar við ganga fyrir hina kvennskælingana. Takmarkað upplag....

og já, að lokum, sá sem gerist sekur um að kjafta í kennaramafíuna verður sendur í vinnubúðir til Síberíu......
gleðilega vímulausa árshátíð........

föstudagur, febrúar 13, 2004

Gleðilegan Valentínusardag.............NOT!!

Jæja, lömbin mín. Föllumst nú í faðma og verum góð hvort við annað því það er valentínusardagur í dag. Sendum blóm, konfekt, bleik kort, bangsa, kandíflos eða hvað annað sem er nógu ljótt og væmið til þeirra sem við elskum. Setjum pottþétt ást undir geislan, kveikjum á kertum og troðum jarðaberjum með rjóma hvort uppí annað um leið og við hvíslum " æ lov jú" hvort að öðru (íslenskan er jú of lummó, þegar kemur að slíkum yfirlýsingum) Notum einnig daginn til að níðast á einhleypum því þeir hljóta jú að vera einhleypir for a reason!
Nei svona í alvöru talað, afhverju?? hversvegna í dauðanum þurfum við að apa þessa vitleysu upp eftir stóra bróður í vestri? (ef við ættum að taka eitthvað slíkt upp þá ætti það að vera halloween) Þarf einhvern sérstakan dag til að halda uppá ástina, ef maður er ástfangin er maður þá ekki ástfangin alla daga? Ég sé alveg fyrir mér eiginmannin sem kemur heim með blóm&bangsa handa konunni sinni á valentínusardaginn en lemur hana alla aðra daga ársins. Afhverju þarf að halda uppá ástina sérstaklega, erum við ekki í því alla daga alltaf að elska náugnan? og fyrst það er á annað borð haldið uppá þennan dag, afhverju þarf það þá að vera svo hrikalega útblásið og væmið að maður fær æluna uppí kok....
.
Elskum óhikað-höfnum valentínusardeginum!
Hvað finnst ykkur? endilega tjáið ykkur um valentínusardaginn á kommentakerfinu


PS. þessi færsla er tileinnkuð henni Fjólu minni sem er hvorki meira né minna en tvítug í dag. Gefið henni gott klapp.....

oki, ég féll fyrir smá sjálfsprófsfreistingu....(þó ég sé svarin andstæðingur þess að hætta að blogga og fylla bloggin sín af sjálfsprófum)

Simone de Beauvoir
You are Simone de Beauvoir! You spent years with
Sarte, who was more famous than you at the
time, but came into your own as you got older.
Your seminal feminist work "The Second
Sex" is a book that is still
controversial, but many of us can't figure out
why. You kicked the early 20th century's ass,
though!


Which Western feminist icon are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Rut Reginalds.

Ég kynntist Rut Reginalds fyrst í sumar þegar ég var stödd á Akureyri í cosmopollitanferð okkar vinkvennana. Kvöld eitt stakk ég af og kíkti á græna hattin þar sem áðurnefnd rut var að troða upp. Skemmst er frá þvi að segja að ég staldraði stutt á Græna hattinum enda var Rut arfaleiðinlegur skemmtikraftur. Næst láu leiðir okkar Rutar saman í ágúst þegar hún kom inná kontór til mín og vildi að ég gæfi út bókina hennar. Þar sem ég er nú annáluð smekkmanneskja á bókmenntir sagði ég pent nei og ráðlagði henni að troða handritinu uppí *****. Þó að ég hafi hafnað bókinni náði hún að táldraga aðra bóka útgefendur og á endanum kom bókin út. Bókin sem var uppfull af væli og sjálfsvorkun einkar seldist vel meðal bitra einstæðra mæðra en ekki er vitað til þess nokkur af öðrum þjóðfélagshópum hafi lesið hana. Eftir útkomu bókarinnar fóru Rut og móðir hennar að hnútakastast í blöðunum og brigslyrðin gengu á víxl sýnkt og heilagt. Rut sagði móður sína hafa stolið frá sér en móðinrin sagði Rut vera krónískan lygara. Efir útgáfu bókarinnar hrakaði útliti Rutar stöðugt þar til einum snyrtifræðingi og dagsrárstjóra stöðvar tvö fannst nóg komið. Af einskærri góðmennsku buðu þau Rut lýtaaðgerð í beinni, þar sem strekkja átti á rétt rúmlega þrítugri manneskjunni, sjúga burt fitu og pumpa upp júgrin. Skömmu eftir þetta segirst móðir Rutar (sú sama og var að böggast útí hana í blöðunum) einnig ætla í lýtaaðgerð í beinni, geinilegt að öll blaðaskrifin og bókaskandallinn hafði greinilega farið illa með útlitið á henni líka.

Þetta er sjúkt, mjög sjúkt..........

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Obbobobb

Vaknaði í morgun á ókristilegum tíma þegar einhvert ljúfmennið frá lögreglunni hringdi til að tjá mér að bílnum mínum væri svo kolólöglega lagt að það væri til háborinnar skammar og ógnun við heimsfriðinn. Hann gaf mér hálftíma til að sækja gripinn annars yrði hann dreginn á brott á minn kostnað. Ég hundskaðist af stað, útí grimmdarfrostið (spenastatífslaus, aftur....) niður í bæ. Þegar þangað kom fékk ég að sjálfsögðu viðurkenningu frá stöðumælasjóði uppá litlar 2500krónur. Það er fátt í heiminum sem ég hata jafn mikið og stöðumælasektir, nema kannski þá stöðumælaverði.
Annars var helgin í undarlegri kantinum. Á föstudaginn fór ég með Einari í 30.afmæli hjá hommapari sem voru helteknir af indverskri menningu og var allt afmælið í indverskum stíl. Einar hafði verið fengin til að leika á sítar fyrir afmælisbörnin og ég mátti fylgja með. Ég mætti fasjónablí leit og þegar ég kom voru afmælisbörnin Sveinn og Páll (sem alltaf voru nefndir S & P af ræðumönnum í boðinu) að kyrja bænir á sanskrít. Við fengum okkur sæti útí horni og reyndum að haga okkur eðlilega. (eins og það sé nú hægt við aðstæður sem þessar) S&P voru yfirmáta kurteisir, með frosið bros á andlitinu og óþægilega mjóróma. Þeir voru ákaflega hrifnir af "gigginu" hans einars og söguðust hafa fundið friðin koma yfir sig og anda guðs þegar ljúfir sítartónarnir léku um salinn. Eftir þetta hröðuðum við okkur út.

Á laugardeginum var svo afmæli hjá henni fjólu minni á KRánni rauðaljóninu. Félagskapurinn var frábær en því miður var tónlistin það ekki. Elín greyið var alveg miður sín því hún leit út eins og hobbiti í buxunum sem hún var í. Ég ætla að geyma þetta kvöld í hjarta mér fyrir það eitt að hafa verið betur tilhöfð heldur en Elín. Eftir afmælið datt ég óvænt inná kúltúra með gettubetur-mafíunni þar sem hin ýmsu málefni voru krufin til mergar t.d hin íslenzki her Björns Bjarnasonar og væntanleg mótmæli við fegurðarsamkeppni framhaldskólanna.

En nú er sunnudagur og ég græt 2500 krónurnar sem ég á ekki til. Ef einhvern vantar starfskarft í hvað sem er, þá er ég geim fyrir 2500 á tíman.....

föstudagur, febrúar 06, 2004

Innrás Ísdrottninganna.

Detta mér nú allar dauðar lýs úr kolli. Fegurðarsamkeppni framhaldskólanna, Ísdrottningin er komin á koppin. Ég segi það hér með og skrifa/blogga að ég mun segja mig úr skóla (alla vega úr nemendafélaginu) ef kvennó sendir keppenda í fyrirgreinda keppni. Nema að sjálfsögðu að keppandinn sé ég eða einhver á mínum snærum. Ég hef mínar hugmyndir um hvernig keppanda við gætum sent.
Svona lágkúra á ekki að lýðast, þykjumst við menntaskólanemendur ekki vera hugsandi fólk? Nú klóra ég mér í kollinum og spyr afhverju í fjandanum FF samþykkti þessa þvælu. Ef einhver á vegum FF slysast inná þessa síðu, þá má sá hin sami vinsamlegst verja mál sitt á kommentakerfinu.

Tilvitnun dagsins
"Ég er fegurðardrottning og brosi í gegnum tárin"- man ekki úr hvaða lagi

mánudagur, febrúar 02, 2004

Það er kalt úti.

Brjóstahaldari er spenastatíf á færeysku.
Mér hefur alltaf fundist spenastatíf vera mjög ofmetin og vill helst án þeirra vera. En þegar ég fór spenastatífslaus útí 13 stiga frost þá uppgötvaði ég hagnýtt gildi þeirra.

"við förum í bíó, við förum á kostum og förum á puttanum rúnt. Brauðmolum hendum í hausinn á öndum sem hjálmlausum fellur það þungt" - tilvitnun dagsins úr slagaranum Popplag í g-dúr