Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, febrúar 26, 2007

Þetta blogg dó formlega fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Stundum hef ég reynt að særa það upp með litlum árangri. Bloggin sem ég hef reist uppúr öskustónni hafa verið hálfgerðar afturgöngur með skamman líftíma.

Einhverra hluta vegna finn ég þó af og til blogg köllunina hellast yfir mig og sjaldan eins sterkt og núna.

Ég lýsi því hér með yfir að bloggið mitt sé endurfætt í þriðja skiptið. Í þetta skipti ætla ég ekki að gera ráð fyrir neinum lesendum og blogga í leyni. Það gefur mér tækifæri á sjálfhverfu-bloggi sem á sér fáar hliðstæður í hinum bloggandi heimi.