Long tæm no blog.
-varúð þessi færsla inniheldur nöldur og sjálfsvorkun á háu stigi.
Færslurnar þessa sumarmánuði hafa verið ansi stopular. Ég hef því dregið þá ályktun að blogg sé eitthvað sem maður á að dunda sér við á veturnar. Ég held að ótæpileg vera í búningsklefa Breiðholtslaugar hafi gert útaf við ímyndunaraflið mitt. Líka kurteisina því ég fékk hálf tíma langt tiltal í dag um kurteisi. Ég á það til að missa smjaðurfeisið og svara á móti eins og mér er einni lagið ef fólk fer í taugarnar á mér. Sem gerist æ oftar.
En í dag kom klórdropinn sem fyllti mælinn.
Einn fastagestuinn í lauginni hefur haft horn í síðu mér síðan ég byrjaði að vinna. Hún var gangavörður í Seljaskóla hér í den tid og er greinilega ennþá sár yfir því að ég skyldi hafa stundað gangahlaup, svindlað mér inn í frímó, klifrað upp á þök og fleira því hún hefur kvartað stanslaust undan mér í allt sumar. Gólfin eru blaut, speglarnir skítugir, það vantar klósettpappír á 3.klósett til vinstri, ég er of hortug, of leiðinleg, of, of, of, of.........
Hingað til hef ég tekið þessum ærumeiðingum með mínu einstaka jafnaðargeði í von um að kéllingarálkan myndi hætta að nenna þessu en púðurtunnan hlaut að springa. Í dag var það sem sé klæðnaðurinn sem hentaði henni ekki. ,,Þú ert alltaf svo druslulega klædd í vinnunni, Hafdís" geturu að minnsta kosti ekki nennt að hafa þig til? Þetta fannst mér fyrir neðan beltisstað. Hvernig geta svartar íþróttabuxur, rauður pólóbolur, sandalar og tagl verið óviðeigandi klæðnður á sundstað? Ég setti upp sakleysis svipinn og spurði hvort hún gerði þá kröfu til starfsmanna ÍTR að þeir væru í kjól og hvítt? Þá fékk ég yfir mig hvílíka skammarræðu sem innihélt orð og orðasambönd sem vissi ekki að fólk eldra en 12ára tileinkaði sér. Ég stilti mig um að snúa hana úr hálsliðnum en sauð saman hefndaráætlun í 3.liðum. Fyrst þaut ég fram í laug og tók skiltið sem sagði að það væri of mikill klór í nuddpottinum. Naut þess að sjá hana sitja í heitapotti með svimandi háu klórstigi og gældi við þá tilhugsun að ef til vill myndi hún leysast upp. Síðan skrúfaði ég fyrir inntakið á heitavatinu í sturtunum akkúrat á þeim tíma punkti þegar hún var búin að setja shampo í hárið. Í milli tíðinni hafði ég komið öllum erlendum ferðamönnum inní klefanum ( þremur þýskum konum á fertugsaldri og einni breskri) í skilning um með handapati og tilheyrandi að ég skildi ekki baun í ensku en konan með svörtu sundhettuna gæti leiðbeint þeim.
Með rauðflekkóttahúð, illa þvegið hár og pirruð á sífelldu tuði í erlendum ferðamönnum kom minn ástkæri gangavörður fram og klagaði mig fyrir almættinu (jóni vaktformanni) sem tók mig á teppið. Þar sem ég sá að vinnuferill minn í sundlauginni væri í stórhættu (sem betur fer datt henni ekki í hug að ég stæði fyrir óhöppunum, þá hefði ég verið rekin á staðnum) ákvað ég að leggjast hrikalega lágt og reyna að bjarga því sem bjargað varð. Rauðeygð og snöktandi Hafdís gerði Jón að trúnaðarmanni sínum og rakti raunarsögu sumarsins fyrir honum og dró ekkert undan. Laug því síðan til að mér þætti þetta afar leiðinlegt og lofaði bót og betrun. Ég fékk föðurlegt klapp á bakið (við-skulum-bara-gleyma-þessu-elskan-mín) og fæ að halda starfinu.
Allir gangaverðir meiga fara veg veraldar fyrir mér..........