Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, nóvember 29, 2003

Herðablaðið hennar Hafdísar

Fyrir mér táknar nudd eitthvað yndislega þægilegt og mér fynnst fátt betra en að leggjast á bekkin, slaka á og láta töfrahendur nuddarans leika um hold mitt. Þangað til í dag! Okkur í landsliðinu var sem sagt boðið í frítt nudd hjá nemum í nuddskóla Íslands. Að sjálfsögðu fúlsar maður ekki við slíku tilboði og þarna láum við öll og létum fara vel um okkur. Nuddaranemarnir höfðu greinilega ekki lært heima því þau voru álíka mjúkhent og Robocop.

Í miðjum klíðum kallar nuddarinn sem átti að sjá um mig upphátt "hey, sjáið þetta" og augnabliki síðar var ég umkringd nuddara kandídötum sem kepptust við að pota í bakið á mér og segja "váhh" eða "ekki vissi ég að þetta væri hægt" það kom sem sé á daginn að herðablaðið á mér er einhvern vegin fast við bakið á mér, en það ku vera frekar abnormal. Síðan stóðu þau öll yfir mér og reyndu að losa herðablaðið á mér en ekkert gekk. Nú sit ég hér kengbogin við tölvuna og get mig hvergi hrært þökk sé robocop nuddurunum sem reyndu að frelsa herðablaðið á mér.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Sundhöllin er afleitur staður til sundæfinga. Vatnið er nánast við suðumark og ölduhæðin hentar betur fyrir brimbretti heldur en sund.

Mælieiningin Baðkar

Skemmtileg þessi tilhneiging Íslendinga til að grípa til hugtaksins "baðkar" þegar lýsa á einhverju stórfenglega miklu eða ýkjum. Sbr. "Maður þarf að borða heilt baðkar af rauðu m&m til að fá krabbamein, " Drekka heilt baðkar af malti til að verða fullur og svo framvegis. Fyrst að þessi notun á Baðkari sem mælieingingu er orðin svona almenn í málnotkunn fólks finnst mér að það ætti að innlima hana formlega inní íslenskt mál. Þá væri einingin skilgreind betur og þá yrði notkun á baðkari sem mælieiningu markvissari í daglegu lífi. Formleg skilgreining á "baðkari" væri þá ýkjur.pr.sannkleikskorn, síðan væri að sjálfsögu hægt að bæta við hana forskeytum til að gera hana skýrari í hugum fólks, t.d, "hann varð ofurölvi um helgina enda hafði hann drukkið nokkur senti-baðkör fyrr um kvöldið", hvað skyldi maður drekka mörg kíló-baðkör af vatni um ævina??

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Vei, mér tókst að særa drauginn burt af blogginu mínu. Ég óska þó enn eftir bloggfróðum einstaklingi til að hjálpa mér við að koma þessu alminnilega á koppinn.
Sumir kvarta um vöðvarýrnun í vinnuni, ég kvarta undan heilarýrnun í skólanum.

Helvítis íslensku stafirnir hurfu af blogginu mínu. ég er búin að gera allt sem í mínu valdi stendur til að kalla þá til baka og gera bloggið mitt læsilegt en allt kemur fyrir ekki. Hér með tilkynnist það að það er reimt í blogginu mínu.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Íþróttameiðsl
íþróttameiðsl er algengur og hvimleiður fylgikvilli íþróttaiðkunar. Það mætti draga þá álytkun að sund sé algerlega slysafrí íþrótt en svo er ekki. þó að viðkomandi syndari sé vel afmarkaður innan tveggja lína í mjúku vatninu er margt sem getur farið úrskeiðis. Í augnablikinu er ég til dæmis með efnilegt glóðarauga vegna þess að ég skallaði sjálfa mig með mínu eigin hné.
Svona gera nú slysin ekki boð á undan sér!

P.s annars er þessi færsla tileinnkuð afmælisbarni dagsins, honum Sveinbirni.

hmmm........þetta virðist bara ætla að virka prýðisvel hjá mér. bara ef ég gæti sett svona kommenta kerfi og linka inná þetta. blogg án linka er eins og fiskur á þurru landi.

Bloggedíblogg
Hafdís hefur ákveðið að gera árás á bloggheima! Ég vona bara að þetta heppnist betur en fyrri tilraunir mínar sem hafa satt að segja ekki endað vel.

Á þessu bloggi mun ég kryfja mannlegt samfélag í ræmur og komast að tilgangi lífsins, en umfram allt......leysa leyndardóminn um horfnu kökurnar úr krúsinni.
Njótið heil (eða hálf....)
Bakarameistainn Hafdís