Fólk er fífl
....og þá einkum og sér í lagi Herbert Guðmundsson. Ég lenti nefnilega í ofsalega málefnalegu rifrildri við Hebba plebba um dagin. Herbert rekur þessa sallafínu ísbúð í Síðumúlanum, einmitt í sama húsi og útskriftarveislan hennar Fjólu var haldin. Til að tryggja aðgengi gesta sinna að þessari vinsælu ísbúð (sá ekki einn kúnna þarna, allt kvöldið) hefur Herbert leigt tvö bílastæði fyrir framan, málað þau og merkt í bak og fyrir og hótar hverjum þeim er leggur þarna lífláti ef sá hinn sami hyggst ekki kaupa af honum ís. Mér varð á þau reigin mistök að mjaka hægra framhjólinu á bílnum mínum örlítið yfir þessa gulu línu sem markar í hugum okkar flestra bara bílastæði en í huga Herberts Guðmundsonar markar skil á lífi og dauða. Þegar Hebba fíflið var þess vart að ég væri ekki væntanlegur kaupandi íss með dýfu, hljóp hann á eftir mér eins og mannýgt naut, sótsvartur af bræði og svei mér þá ef hann froðufelldi ekki líka. Ég hef það fyrir reglu að brúka ekki kjaft við fólk sem er mjög áþreifanlega heimskara heldur en ég þannig að ég brosti bara auðmjúklega til Hebba, settist uppí bílinn og færði framhjólið um nokurra millimetra til að friða mannfýluna í fölbleiku fráhnepptuskyrtuni. Samt sem áður var ég ekki laus við Hebba því leiðir okkar láu því miður saman nokkrum mínótum síðar og þá inní ísbúðinni. Mig vantaði sárlega bland fyrir kvöldið og þar sem enginn sjoppa var í námd sá ég mig nauðbeygða til að leita á náðir Herberts og ísbúðarinnar í leit að spræti. Þegar röðin kom að mér og ég bar upp erindið hrækti Herbert því útrúr sér (greinilega ennþá bitur útí mig út af bílastæða slysinu) að þetta væri sko ísbúð og hann seldi ekkert andskotans gos. Þá fór að fjúka all svakalega í mig en mér tókst að halda auðmjúka brosinu, minnug þess að Herbert er jú áþreifanlega heimskari heldur en ég. Herbert var greinilega komin í hið versta skap, enda fékk næsti kúnni svo sannarlega að kenna á því. Hann var svo óheppinn að spyrja hvort Herbert seldi sígarettur og þá fyrst sprakk Herbert. Hann þrumaði yfir grey manninum um að ÞETTA VÆRI ÍSBÚÐ OG HÉR VÆRU EKKI SELDAR NEINAR SÍGARETTUR NÉ GOS OG ÞEIR SEM HÉLDU SLÍKU FRAM VÆRU BARA FÁVITAR SEM ÆTTU AÐ DRULLA SÉR ÚT OG HÆTTA AÐ EYÐA TÍMA SÍNUM. Þar sem ég er jú verndari litla mannsins í minni eilífu krossferð gegn ranglæti með réttlæti (viva Benjamín dúfa)gat ég ekki setið á mér lengur. Ég hélt þó auðmjúka brosinu og spurði Herbert með þeirri væmnustu rödd sem ég gat framkallað úr barka mínum hvort það væri ekki rökrétt að ætla að hann seldi sígarettur þar sem hann seldi kveikjara sem hann var búin að stilla upp í einni hillunni. Herbert sendi mér það eitraðasta augnaráð sem ég hef lengi séð og spurði mig hvurn fjandan ég væri að gera hérna ennþá og afhverju ég drullaði mér ekki út. Ég lét ekki slá mig út af laginu, enda mun ég fyrr dauð liggja en að tapa fyrir Herberti Guðmundssyni. Ég tók það fram að margir verslunareigendur beittu því trikki að stilla kveikjurunum upp á áþreifandi stað til að gefa þau skilaboð að þeir seldu sígarettur þar sem það má ekki hafa slíkan varning sýnilegan lengur og því væri það mjög ruddalegt af honum að taka svona á móti viðskiptavini sem veit ekki betur. Að vísu voru þarna komnir brestir i mjúku röddina en ég held að það hafi ekki skipt neinu höfuð máli því herbert var örugglega komin með són í eyrun og rauða slikju fyrir augunum, því reiðari mann hef ég sjaldan fyrirhitt. Ég ákvað að leyfa honum ekki að eiga síðasta orðið og vippaði mér út í sömu andrá en gaf mér þó tíma til að blikka Herbert í kveðjuskini.
ískaldar Herbertskveðjur
Ís-dís
ps. ég er orðin stúdína, þrefallt húrra fyrir því.