Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Atvikið sem lyfti deginum upp á æðra plan.

Ég bara verð að deila þessu með lesendum síðunar (sem eru btw alveg heilar fjórar sálir, en þar sem ég er ekki í vinsældarkeppni og hef engan sérstakan áhuga á að mogginn birti eftir mig klausur, stendur mér hjartanlega á sama)
Núna rétt í þessu fór ég á hina ágætu síðu www.dictionary.com til að slá upp einhverju sem ensku kunnáttan mín náði ekki yfir. Síðan fór ég að slá upp hinum og þessum orðum til að næra mitt innra málfræðinörd. Ég fæ alltaf létta gæsahúð yfir netsíðum sem sýna á grafískan og aðgengilegan hátt orðsifjar og orðasambönd.
Allavega komst ég að því að diksjónaridotkom, verandi afar mikið lesin síða, hefur komið sér upp sérstakri fjáröflunartækni.
Í hvert skipti sem slegið er upp orði birtast tenglar á auglýsingasíður sem tengjast téðu orði.
t.d ef þú slærð inn hopeless færðu upp styrktarsíðu fyrir krabbameinssjúklinga.
"believe" gefur þér Is this salvation? sem er einthvað biblíurúnk. Ef þú opnar síðuna birtist tölvuteiknuð kona og les vers dagsins.
"fuck" gefur þér Chat and improve your english, Members from U.S, China, Brazil, Turkey and more.
homosexual, gay, transgender, lesbian og fram eftir götunum gaf upp Learn Chinese visually. Ég kem ekki auga á tenginguna í fljótu bragði.
"friend" gaf upp Make friends private-India´s safest social network
"suicide" gaf að sjálfsögðu upp enn fleiri biblíusíður.
"doorman" gaf upp Schweiss Doors. Specially desigened to meet your unique needs. No door is too small.
"alone" vísaði á heimasíðuna Don’t Go Here Unless You’re Serious About Understanding Men!www.Learn-How-Men-Think.com. Þá hló ég upphátt!

Ég sé fram á að hanga mikið á dictionary.com næstu daga og ég ráðlegg ykkur að gera slíkt hið sama.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Ef ég ætlaði að segja frá helginni yrði ég að brjóta reglu 1.4 og jafnvel 1.5, þannig að slíkt verður að bíða betri tíma. Hinsvegar fékk ég flassbakk áðan sem tengist sojasósu og vondri* bíómynd sem ég sá á Riff. Stundum skil ég ekki hvernig kollurinn á mér virkar.

* Þegar ég skrifa vond bíómynd, hefðu sumir ef til vill skrifað listræn. Sannleikurinn er samt sá að í þessu tilfelli var um að ræða vonda bíómynd. Ekkert listfengi fær mig til að kalla hana neitt annað en ákaflega vonda mynd. Ég er svo gamaldags að ég vil hafa söguþráð. (þarf ekki að vera rökréttur á nokkurn hátt, þó) Ekkert afsakar 100 mínótur af nákvæmlega engu, þó svo að þetta "ekkert" hafi svo sem verið í voðalega fallegum litum og með krúttlegum japönum.

Ég hef fengið ansi skemmtileg viðbrögð við nafnakast færslunni minni og er búin að þróa hugmyndina um andspyrnu við nafnakasti töluvert. Ég ætla að skrifa eina færslu til útskýringar seinna í vikunni.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Sökum prófa og lítils birtutíma..

...verður þessi fræsla afar stutt.

Efnisorð:

laugardagur, nóvember 17, 2007

Að kasta nöfnum.



Eins og vera ber, þegar ég er undir miklu álagi, fer hugurinn á flakk og fer víða. Áðan tók ég andlegt nostralgíu kast og fór að rifja upp hvað hefur verið mér hugleikið síðastliðna hálfa árið.

Auk hversdagslegra hugleiðnga um hækkandi matvælaverð, hækkandi aldur, hækkandi útgjöld og annað sem vex og dafnar, hef ég mikið verið að velta fyrir mér því sem kallast name-dropping, eða nafnakast á íslensku.
Namedropping kallast fyrirbærið þegar fólk reynir að sýna fram á eigin ágæti með því að vísa í annað fólkt. Slíkt atferli á sér yfirleitt stað í samræðum og fer þannig fram að viðmælandi treður einhverju nafni inní eigin frásögn til að sýna fram á tengsl við vikomandi aðila, sem yfirleitt er frægur, virtur á sínu sviði eða einfaldlega kúl.
Með slíkri tengingu er reynir viðmælandi að falast efir félagslegri viðurkenningu þeirra sem hlusta tengslanna vegna. Einnig getur tengingin sannað að sá sem kastaði nafninu hafi einhvern pata af sérþekkingu þess er vísað var til.
Að sjálfsögðu skal það tekið fram að nöfn á fólkinu í kringum okkur eru sjálfsagður hlutur í samræðum. Þó það nú væri. Nafnakast er hinns vegar þegar fólk er nefnd á nafn án þess að hafa nokkurn relevans við umræðuefnið.

Ég er með óþol fyrir nafnakasti. Alltaf þegar einhver fer að kasta til nöfnum byrja ég að ranghvolfa í mér augunum og sett upp skítaglott.
Ég þjálfaði upp þetta óþol í sumar, þegar ég kynntist stelpu sem gat varla komið útúr sér heilli málsgrein án þess að tengja hana við a.m.k einn pólitíkus, tvo listamenn og einn sérfræðing. Allt saman persónulegir vinir hennar. Ég efaðist svo sem ekkert um það, enda er hún vinsæl með eindæmum. (ógeðslega margir vinir á feisbúkk og mæspeis, sko)
Hún gekk svo langt í nafnakastinu að eftir stutt kynni gat ég þulið upp flesta af hennar æði mörgu vinum, innri tengsl, ytri tegsl og hvaðeina. Ég skildi aldrei alminnilega afhverju.
Afhverju þurftu umræður sem snérust t.d um hvar sé hægt að fá bestu sjávarréttasúpuna (sem er í ostabúðinni við Skólavörðustíg, fyrir áhugasama) uppí að tilgreina með hverjum téð súpa var étin? Skipti kannski meira máli að sýna að súpan var ekki étin í einsemd, heldur í faðmi vina sem líka eru svakalega málsmetandi og kúl?

Þetta er náttúrulega óþolandi. Viðmælendur mínir eiga yfirleitt athygli mína óskipta. Þessvegna vil ég vita hvað þeir voru að gera, hvað þeir voru að hugsa og hvar þeir borða súpu. Ekki einhverjir aðrir. Þetta kristallast í bloggmenningunni. Bestu bloggin eru þau sem nefna fæst nöfn.

Við þessum heimsósóma er bara eitt í stöðunni. Bullandi andspyrna. Og það hef ég gert.
Ég var svo sem ekkert svakalega í nafnakastinu fyrir, en nú hefur verið tekið fyrir slíkt. Ef ég nauðsynlega þarf að minnast á annað fólk, þverneita ég að troða einhverjum titli fyrir aftan. Ég hef líka gersamlega sneytt fram hjá tengslamyndandi umræðum s.s ,,Já, varstu í MR. Góður vinur minn, hann Jói, var líka í MR, þekkiru hann?-Já einmitt, hann spilar núna á trommur í hljómsveitinni The Band, þeir eru að fara að spila á Airwaves".

Nú er liðið hálft ár og ég hef aðeins kastað nafni tvisvar. Einu sinni var það óvart. Ég var að brasa við að gagna í augun á sætum háskólanema og ákvað að kasta nafni til að líta aðeins betur út. Þarf ég að taka það fram að það heppnaðist með eindæmum illa og mig grunar að viðkomandi haldi að ég sé hallærisleg.
Hitt skiptið hafði ég engra kosta völ. Ég var í kaffipásu með notoríus nafnakastara sem var farinn að horfa á mig eins og ég væri fífl, því ég virtist ekki geta kastað nafni. Þar sem mér þykir temmilega vænt um þennan nafnakastara kastaði ég tveimur nöfnum, svona til þess að vera með. Óþarfi að kasta vináttu á glæ þó maður kasti ekki nöfnum.

Efnisorð:

föstudagur, nóvember 16, 2007

Í næstu viku eru byrja prófin. Í stað þess að sýna einhverja prófaviðleittni sef ég út á morgnanna og leyfi huganum að flækjast um. Í lausagangi.
Bókatíðindin komu um daginn. Sigurvegarinn í ár er Jóhanna einhversdóttir, fréttakona á Rúv. Um síðustu jól gaf hún út uppskriftabókina Í matinn er þetta helst. Nú er komið framhald sem nefnist Seinni réttir.
Ég hef svo einfalt skopskyn að mér finnst svona húmor tryllt fyndinn.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Gerði aðra tilraun til að lesa moggan. Sá í fyrirsögn í lesbók að krúttin ku vera dauð. Ég hoppaði hæð mína af gleði og fannst jafnvel að skammdegið væri aðeins bjartara. Þegar ég fór út urðu samstundis á vegi mínum tvö krútt. Annað þeirra spratt uppúr moldinni, ullaði á mig og fór síðan að róta eftir möðkum. Hitt lá undir hrúgu af rotnandi laufum og hraut. Rumskaði aðeins þegar ég sparkaði í það en hélt síðan áfram að sofa. Það er nokkuð ljóst að Mogganum er ekki treystandi lengur.

ps. á þessum síðustu og verstu tímum hugtakaruglings og sjúklegrar áráttu til að hólfa niður samtíman varð skammhlaup í hausnum á mér. Nú á ég það til að ruglast á einföldustu hugtökum eins og t.d krúttum og garðálfum.


Ég held að rússneskukennarinn minn (sem er frá Rússlandi og var gerð út af örkinni af Björgólfsfeðgum, án þess að hafa mikið um það að segja) þjáist af alvarlegu skammdegisþunglyndi.

Efnisorð:

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Eftir ítarlega rannsóknavinnu hef ég komist að eftirfarandi.
Það eru fleiri kettir í þingholtunum heldur en í vesturbænum.
og
það eru fleiri kettir í gamla vesturbæjnum heldur en þeim nýja.

Ég dreg engar sérstakar ályktanir af þessum niðurstöðum aðrar en þær að ökumönnum í Þingholtunum er hættara við að keyra á kött en í öðrum borgarhlutum.
Þessi fjölgun katta er ef til vill í samhengi við leiðarkerfi strætó. Enginn strætó keyrir lengur í Þingholtunum (leið 1- kleppur/harðferð, gerði það lengi vel að mig minnir) og því má velta því fyrir sér hvort að meðalaldur katta í hverfinu hafi ekki lengst um þó nokkur kattaár fyrir vikið.
Einnig er meira af dúfum og rusli í þingholtunum, en dúfur og rusl eru einmitt kjörfæða katta.

Blaðamenningu á Íslandi fer aftur. Eina blaðið sem ég gat hugsað mér að lesa yfir kornflexinu var skóknartíðindi úr Seljakirkju. Fréttir úr fermingafræðslu barnanna úr hverfinu, myndir úr barnamessum, hugleiðingar um sóknarstarf og dagskrá yfir biblíufundi var lystaukinn í morgun. Ef launaðir blaðamenn geta ekki slegið út helgislepjuna í séra Bolla Pétri er eitthvað mikið að. Og ekki er um að kenna gúrkutíð því uppáhalds tími allra menningavita landsins fer senn í hönd. Fólajólaflóðið. Ég gef mogganum viku til að bæta sig, síðan ætla ég að nauða í foreldrum mínum og fá þá til að segja áskriftinni upp. Fréttablaðið fáum við hvort eð er aldrei og mér finnst 24 stundir vera of ljótt nafn til að nenna að fletta blaðinu.

Manifesto

1.1.Þetta er staður sjálfhverfu, hversdagsleika en umfram allt vitleysu. Þetta blogg er ekki vetvangur fyrir málefnalega umræðu og vitsmunaleg skoðannaskipti. Hér verða ekki gerðar tilraunir til að greina samtímaumræðuna eða veita henni í nýjan farveg. Gagnrýnar skoðannir og skýringar munu ekki birtast hér.

1.2.Hlutlæg rök verða að rökleysu á þessu bloggi og rökleg hugsun verður ekki liðinn undir nokkrum kringumstæðum.

1.3.Höfudur gefur sig út fyrir að vera skoðannalaus og vel undir meðalgreind.

1.4.Þetta er reyklaust blogg sem hefur ekki vínveitingaleyfi, þannig að djammsögur verða að finna sér annan farveg.

1.5. Hér verður ekki bloggað undir rós

1.6.Broskallar eru með öllu bannaðir.

1.7. Að undanskildum reglunum að ofan, er þetta blogg lögleysa og því verður ekkert tillit tekið til samræmdra reglna um málfar og stavsetningu.

Reglur um kommenntakerfi.

2.1 Öllum er frálst að nota kommentakerfið, nema höfundur taki annað fram.
2.2 Hafi gestur heimsótt síðunna oftar en 2 sinnum ber honum siðferðisleg skylda til að kommenta. Einnig eru reglulegir lesendur skildaðir til að kommenta við amk fjórðu hverja heimsókn.
2.3 Það skal kommenta undir nafni, dulnefni eru leyfð svo framarlega sem höfundur geti ráðið í þau.
2.3 Dónaskapur, meifýsni og allrahanda skítkast er velkomið, nema það beininst að höfundi.
2.4 Komment sem innihalda broskalla verða fjarlægð samstundis (sjá 1.6)