Heimsósómi á mánudegi (gott og vel, þriðjudegi, en fyrsti vinnudagur vikunnar er alltaf mánudagur, sama hvað dagatalið segir)
Eftir að Túrkmenbasi, einræðisherra Túrkmenistans dó hefur norður evrópskum fjölmiðlum sárlega vantað eitthvað til að gera grín að. Ólympíuleikarnir í Kína, með öllum sínum fáránlegu reglugerðum um hvað má og hvað má ekki hafa fyllt skarðið að einhverju leyti. Fúl mannréttindasamtök hafa þó gert ánægjuna af því að fylgjast með lagasettningum sem segja m.a að gamalt fólk megi ekki vera á náttfötum á almannafæri, súra með sífelldu rausi í blöðin um Tíbet og þesslags.
Síðan er einnig klassíkst að segja furðusögur frá Japan, þeir eru svo flippaðir þar. Japanssögurnar tröllriðu fjölmiðlum á tíundaáratugnum og ég man eftir hverrju headlæninu á fætur öðru sem lýstu framúrstefnulegum uppfinningum ( Með því að klæðast mega-man háþrýstibúningi getur 60kílóa hjúkrunarkona lyft 80 kílóa sjúklingi) eða furðurlegum menningarkimum. Síðan varð Japan költ og hætti að vera fyndið.
Besta uppspretta furðulegheita sem eru samt svo fjarlæg að það má gera grín af þeim án þess að brjóta loforðið um pólitíska rétthugsun eru auðvitað Bandaríkin og þá sérstaklega sú bandaríska menning sem er hvað fjærst okkur Íslendingum.
Ég man eftir flökkusögu sem gekk í grunnskóla um að sértrúarsöfnuðir í Júessofei saumuðu saman meyjarhöft kvenna sem hefðu riðið fyrir hjónaband. Þ.e.a.s ef konurnar gerðu tilheyrandi yfirbót. Konurnar ku hafa óskað eftir þessu sjálfar. Yfir þessu var flissað. Tilhugsunin var svo fjarri lagi að atburðurinn minnti frekar á Tomma og Jenna teiknimynd heldur en raunveruleikan. Nokkrum árum síðar hætti þetta að vera fyndið. Einhverjir lúðar sjá þetta líklega ennþá sem teiknimynd, en það er líka ástæðan fyrir því að þeir afgreiða ennþá í lókal hverfissjoppunni.
Eftir þennan teygða formála kynni ég heimsósóma dagsins, en hann kemur frá USA og kallast "purity ball".
Purity ball er dansleikur sem er helgaður sambandi feðra og dætra. Þetta eru gala-böll, þar sem enginn stígur inn fæti nema vera klæddur í kjól og hvítt. Tilgangurinn er að halda uppá óskert meyjarhaft dætranna. Feðurnir troða upp sem vendarar meyjarhaftsins. Hápunktur ballsins er athöfn þegar faðirinn les upp eftirfarandi sáttmála:
I, (DAUGHTER'S NAME)'S FATHER, CHOOSE BEFORE GOD TO COVER MY DAUGHTER AS HER AUTHORITY AND PROTECTION IN THE AREA OF PURITY. I WILL BE PURE IN MY OWN LIFE AS A MAN, HUSBAND AND FATHER. I WILL BE A MAN OF INTEGRITY AND ACCOUNTABLITY AS I LEAD, GUIDE AND PRAY OVER MY DAUGHTER AND MY FAMILY AS THE HIGH PRIEST IN MY HOME. THIS COVERING WILL BE USED BY GOD TO INFLUENCE GENERATIONS TO COME. (tekið af heimasíðu Generation of Life)
Síðan er hann sleginn til riddara með sverði og alles. Oft á tíðum eru líka gefnar táknrænar gjafir t.d lítið hálsmen með lási sem faðirinn hefur lykil af. Við giftingu gefur faðirinn væntanlegum tengdasyni sínum lykilinn af hálsmeninu og þar með klofi dóttur sinnar. sætt.
Þáttur dætranna í athöfinni er enginn.
Síðan dansa feður og dætur saman í fagurlega skreyttum sal. Umgjörðin minnir á sambland af brúðkaupi og prinsessuævintýri. Stelpurnar eru á aldrinum 4 til 18 ára og allar klæddar upp eins og öskubuska og pabbi er prinsinn, eða svona þangað til að hann leyfir einhverjum sér óskyldum (vonandi)að sofa hjá dóttur sinni.
Ég rakst á þennan ósóma á netinu í gær og mér líður eins og ég hafi séð sifjaspell og barnaníð renna saman í eitt og auglýst á netinu....undir formekjum guðs.
Klikkið á myndina til að stækka hana. Þar gefur að líta föður og dóttur í faðmlögum í athöfn sem er eftirlíking af brúðkaupi, nema þá að alvöru brúðkaup snúast (held ég) um meira en kynlíf. Faðirinn heldur dótturinni/brúðinni að sér með fullnægingarglott á vörunum. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að guð sé ekki til.