Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Mér finnst mjög skrýtið að Sigurbjörn Einarson skuli vera dáinn. Einhverra hluta vegna var ég alltaf sannfærð um að guð hefði gleymt honum og hann myndi tóra það sem eftir væri. Ég mun fyrst og fremst minnast hans fyrir hlutverk hans í ástandsskýrslunni svokölluðu sem og orða hans og aðgerða sem varða kynfrelsi kvenna. Síðast heyrði ég í honum í útvarpsviðtali í fyrrasumar, þá sagðist hann vera að skrifa bók um ástina. Það er svo sem voða sætt af manni á tíræðisaldri, en engu að síður.....

Þegar trúarleiðtogar falla frá vona ég alltaf eftirlífið þeirra gangi þvert á eigin trúarsannfæringu. Því óska ég Sigurbirni Einarssyni;

a) góðra stunda í Valhöll
eða
b) farsælla hringrása af endurfæðingum.

mánudagur, ágúst 25, 2008

Ég er ekki frá því að það örlaði á öfund hjá Sigga Sveins og Geiri Sveinssyni í útvarpsviðtölunum sem fylgdu handboltafárinu um helgina.... skammist ykkar. Sá eini af fyrv.landsliðsmönnunm sem virkilega ljómaði af gleði var Kristján Arason. Enda er hann líka stór kall með margar miljónir á mánuði og getur leyft sér að gleðjast fölskvalaust með öðrum.

og að gefnu tilefni:
ÁBENDING TIL VERÐLAUNAHAFA Á ÓLYMPÍULEIKUM EÐA ÖÐRUM STÓRMÓTUM.
Oft sér maður íþróttamenn á verðlaunapöllum bíta í verðlaunapeninginn sbr mynd að neðan. Sagan hermir að það sé gert til þess að ganga úr skugga um að málmurinn sé ekta. Þetta er vissulega rétt, en hinsvegar gildir þetta aðeins um gull. Hreint gull er deigur málmur sem auðveldlega er hægt að beyja með að bíta í hann. Því bitu kaupmenn eða höndlarar alltaf í gullið áður en viðskipti voru handsöluð til að gulltryggja að málmurinn væri hreinn en ekki blandaður. Þetta gildir hins vegar ekki um grjótharða málma eins og silfur eða málmblöndur eins og brons. Þið getið bitið og bitið eins og þið viljið í silfrið án þess að beyja það né komast að því hvort það sé ekta eða ekki. Því er þessi siður kjánalegur.

Einnig er þetta merki um hrakandi efnafræðikunnáttu hjá almenningi. Fyrstu verðlaunapeningabitin sem ég hef rekist á eru á fyrstu ÓL eftir stríð, síðan fer þeim fjölgandi og myndir af verlaunahöfum að bíta í peninga verða vinsæl mótiv. Hinsvegar eru það aðeins gullverðlaunahafar sem bíta í peninganna framan af, sem samræmist efnafræðinni. Mig langar mikið að vita hver var fyrsti silfur eða bronsverðlaunahafinn sem tók þennan ósið uppá arma sína.Morfeus, hinn torræði fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta gerist sekur um plebbaskap.

föstudagur, ágúst 22, 2008

Handboltafár 2008

Það er nokkuð ljóst að frönsk vín verða ekki á boðstólnum þessa helgi. Ég á gamla flösku af búrgúndarvíni sem ég ætlaði að taka með í afmæli, en hún fær að bíða betri tíma. Hvet alla lesendur til að sniðganga franskar vörur yfir helgina.

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Tillaga að borgarskipulagi

Austurvöllur verður héðané frá nefndur í fleirtölu, Austurvellir, til að vega upp á móti smæð Dómkirkjunnar og Alþingishússins. Það er vissulega tilkomumeira að sitja á Austurvöllum heldur en Austurvelli.

mánudagur, ágúst 18, 2008

Það var svo notalegt í sveitinni að mér tókst næstum að gleyma að hugsanlega var mér ruglað saman við vændiskonu aðfaranótt laugardags.

föstudagur, ágúst 15, 2008

Farsinn í borgarstjórn er góð áminning um að halda sig fjarri stjórnmálum. Í gegnum tíðina hef ég daðrað við ungliðahreyfingar á vinstri vængnum og þær við mig, en þegar kemur að því að taka af skarið hef ég alltaf skotið mér undan. Anarkistinn í mér er of rótgróinn til að ég vilji skrifa nafn mitt við flokkapólitík. Það er líka eitthvað sálarsjúkt við þá einstaklinga sem stíga fram og segjast vera hæfir til að stjórna okkur hinum. Með fullri virðingu...
Leiðin að því skrefi byrjar þó yfirleitt með áhuga á málefnum og vilja til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag, sem er að sjálfsögðu af hinu góða og til eftirbreytni. Hinsvegar verða flestir fyrir hjartabilun einhverntíman á leiðinni. Það gerist á þeim tímapunkti þegar stjórmálamaðurinn fer að nota orð eins og "pólitískur frami" og "ferill í pólitík" um sjálfann sig. Þá er komin tími til að hætta.

Ég verð líka að viðurkenna að ég legg alltaf vel við hlustir þegar ég heyri umræðuna um úrelt lýðræði og tillögur að algerri uppstokkun.

Annars þarf ég að fara að rifja upp samband mitt við Reykjavík. Í næstu viku mun hitta 30 káta leikskólakennara og fara með þeim í sögu göngu um miðbæinn. Eftir svolitla umhugsun hef ég ákveðið að fara:
Ingólfstorg-Fógetatorg-Austurvöllur-Ráðhúsið við Iðnó-Kvennaskólinn-Þingholtsstæti. Það var sérstaklega beðið um að fókusera á sögu kvenna sem og dónasögur. Þessum óskum verður mætt eftir fremsta megni. Allar tillögur af efnistökum sem henta þessum rúnti eru vel þegnar.

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Rökrétt framhald

...af þver norrænni kvenna og kynjasöguráðstefnu er auðvitað að mála á sig yfirvaraskegg í galakvöldverði á hótel sögu. Nema hvað!

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Heimsósómi á mánudegi II

Í gær tók ég strætó niðrí bæ og þurfti að skipta um vagn í Mjódinni. Í biðskýlinu var drengur á óræðum þrítugsaldri í hettupeysu sem á var letrað: She´s fat, I´m drunk, lets go for it. Ég þarf ekki að fjölyrða meira um þetta slagorð, en drenghelvítið per se vakti áhuga minn.

Mjóddin hefur orð á sér fyrir að hýsa ógæfusama einstaklinga og piltungurinn sór sig inn í þá menningu. Hann var kiðfættur, illa til hafður og andlitssvipurinn gaf sterklega til kynna að innan við höfuðkúpuna væri ekkert nema tómahljóð fyrir utan nokia hringitóna. Áletrunin á peysunni var augljóslega feitletrað Times New Roman sem bendir til þess að peysan sé hans eigin hugverk. Allavega trúi ég því takmarkað að fataframleiðendur séu svo sykurskertir að þeir noti times new roman í áletranir, hversu ósmekklegar sem þær kunna að vera.

Ég held að það séu svona menn sem nauðgi dauðu stelpunni í partíum.

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Síðustu dagar hafa verið hrein geðveiki. Gaman, en alger geðveiki. Þegar ég vaknaði í morgun/eftirmiðdag var bróðir að sinna garðverkum í blíðviðrinu, ber að ofan og stæltur og gerði grín að litlu systur sem haugaðist um húsið í slopp og pírði augun framan í birtuna. Deginum hyggst ég verja í reyfara og ævisagnalestur. B-efni, að venju á sunnudögum.

Framundan er önnur törn, en á öðrum vetvangi. Næstu viku mun ég verja í á norræna kvennasöguþinginu. Ég hlakka sérstaklega til að hreyra í róttæku fræðikonunni Judith Bennett sparka í stoðir feðraveldisins.

Ég sé fram á að sigla lygnan sjó það sem eftir er sumars eftir rósturssama mánuði undanfarið. Húrra fyrir því!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Sumstaðar er fólk grýtt fyrir að vera samkynhneigt, annarstaðar fá samkynhneigðir ekki að vera sýnilegir. Gleðigöngur bannaðar og fólk á það að hættu að missa leiguíbúðina, starfið, fjölskylduna og ég veit ekki hvað og hvað ef það opinberar kynhneigð sína.

Ísland er sem betur fer ekki í þessum hópi og er jafnframt talið framarlega í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra, þó svo að ég vildi gjarnan sjá stjórnvöld taka virkari þátt í því á opinberum vetvangi og þrýsta á önnur lönd að gera slíkt hið sama.

Á heimasíðu Íslandsdeildar amnestí internasjónal er undirskriftalisti þar sem beint er að lettneskum stjórnvöldum og þau hvött til að standa vörð um réttindi samkynheigðra þar í landi, stoppa ofsóknir á hendur þeim og leyfa gleðigöngur þar í landi.

þegar ég tjékkað síðast hafa borist hátt í 300 undirskriftir. Hér gefur að líta eina síðu á undirskriftalistanum:

Elfa Árnadóttir

Ármann Skæringsson

Ólafía Magnea Hinriksdóttir

Hrefna Karítas Sigurjónsdóttir

Svbeinbjörg Guðmarsdóttir

Clara Regína Ludwig

Lára Guðlaug Jónasdóttir

drullu skíta hommi ógéð

Hallmundur Hallgrímsson

karl kristinsson

Ólafur Guðmundsson

hoppaðu upp í rassgatið á þér faggit

Anna Atladóttir

Jónína M. Árnadóttir

Guðrún Norðfjörð

Leturbreytingar eru mínar eigin. Ég held ég þurfi ekki að eyða frekari orðum í þetta, en hvet alla til að svara þessum samlanda/löndum okkar, sem og lettneskum stjórnvöldum og klóra nafnið ykkar hér

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Heimsósómi á mánudegi (gott og vel, þriðjudegi, en fyrsti vinnudagur vikunnar er alltaf mánudagur, sama hvað dagatalið segir)

Eftir að Túrkmenbasi, einræðisherra Túrkmenistans dó hefur norður evrópskum fjölmiðlum sárlega vantað eitthvað til að gera grín að. Ólympíuleikarnir í Kína, með öllum sínum fáránlegu reglugerðum um hvað má og hvað má ekki hafa fyllt skarðið að einhverju leyti. Fúl mannréttindasamtök hafa þó gert ánægjuna af því að fylgjast með lagasettningum sem segja m.a að gamalt fólk megi ekki vera á náttfötum á almannafæri, súra með sífelldu rausi í blöðin um Tíbet og þesslags.

Síðan er einnig klassíkst að segja furðusögur frá Japan, þeir eru svo flippaðir þar. Japanssögurnar tröllriðu fjölmiðlum á tíundaáratugnum og ég man eftir hverrju headlæninu á fætur öðru sem lýstu framúrstefnulegum uppfinningum ( Með því að klæðast mega-man háþrýstibúningi getur 60kílóa hjúkrunarkona lyft 80 kílóa sjúklingi) eða furðurlegum menningarkimum. Síðan varð Japan költ og hætti að vera fyndið.

Besta uppspretta furðulegheita sem eru samt svo fjarlæg að það má gera grín af þeim án þess að brjóta loforðið um pólitíska rétthugsun eru auðvitað Bandaríkin og þá sérstaklega sú bandaríska menning sem er hvað fjærst okkur Íslendingum.
Ég man eftir flökkusögu sem gekk í grunnskóla um að sértrúarsöfnuðir í Júessofei saumuðu saman meyjarhöft kvenna sem hefðu riðið fyrir hjónaband. Þ.e.a.s ef konurnar gerðu tilheyrandi yfirbót. Konurnar ku hafa óskað eftir þessu sjálfar. Yfir þessu var flissað. Tilhugsunin var svo fjarri lagi að atburðurinn minnti frekar á Tomma og Jenna teiknimynd heldur en raunveruleikan. Nokkrum árum síðar hætti þetta að vera fyndið. Einhverjir lúðar sjá þetta líklega ennþá sem teiknimynd, en það er líka ástæðan fyrir því að þeir afgreiða ennþá í lókal hverfissjoppunni.

Eftir þennan teygða formála kynni ég heimsósóma dagsins, en hann kemur frá USA og kallast "purity ball".
Purity ball er dansleikur sem er helgaður sambandi feðra og dætra. Þetta eru gala-böll, þar sem enginn stígur inn fæti nema vera klæddur í kjól og hvítt. Tilgangurinn er að halda uppá óskert meyjarhaft dætranna. Feðurnir troða upp sem vendarar meyjarhaftsins. Hápunktur ballsins er athöfn þegar faðirinn les upp eftirfarandi sáttmála:

I, (DAUGHTER'S NAME)'S FATHER, CHOOSE BEFORE GOD TO COVER MY DAUGHTER AS HER AUTHORITY AND PROTECTION IN THE AREA OF PURITY. I WILL BE PURE IN MY OWN LIFE AS A MAN, HUSBAND AND FATHER. I WILL BE A MAN OF INTEGRITY AND ACCOUNTABLITY AS I LEAD, GUIDE AND PRAY OVER MY DAUGHTER AND MY FAMILY AS THE HIGH PRIEST IN MY HOME. THIS COVERING WILL BE USED BY GOD TO INFLUENCE GENERATIONS TO COME. (tekið af heimasíðu Generation of Life)

Síðan er hann sleginn til riddara með sverði og alles. Oft á tíðum eru líka gefnar táknrænar gjafir t.d lítið hálsmen með lási sem faðirinn hefur lykil af. Við giftingu gefur faðirinn væntanlegum tengdasyni sínum lykilinn af hálsmeninu og þar með klofi dóttur sinnar. sætt.
Þáttur dætranna í athöfinni er enginn.

Síðan dansa feður og dætur saman í fagurlega skreyttum sal. Umgjörðin minnir á sambland af brúðkaupi og prinsessuævintýri. Stelpurnar eru á aldrinum 4 til 18 ára og allar klæddar upp eins og öskubuska og pabbi er prinsinn, eða svona þangað til að hann leyfir einhverjum sér óskyldum (vonandi)að sofa hjá dóttur sinni.

Ég rakst á þennan ósóma á netinu í gær og mér líður eins og ég hafi séð sifjaspell og barnaníð renna saman í eitt og auglýst á netinu....undir formekjum guðs.Klikkið á myndina til að stækka hana. Þar gefur að líta föður og dóttur í faðmlögum í athöfn sem er eftirlíking af brúðkaupi, nema þá að alvöru brúðkaup snúast (held ég) um meira en kynlíf. Faðirinn heldur dótturinni/brúðinni að sér með fullnægingarglott á vörunum. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að guð sé ekki til.