Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, janúar 30, 2004

ég er stór...

já svei mér þá. nú er ég orðin fullra nítján vetra gömul. Geri aðrir betur. Afmælisdagurinn í gær var alveg eins og afmælisdagar eiga að vera. Allir sem áttu að muna eftir afmælinu mínu gerðu það, fékk afmælissöngva, afmæliskossa, afmælis sms og að sjálfsögu afmælisgjafir.
En lítum nú yfir farin veg og atugum hvað ég er búin að vera að hafast að þessi 19ár, talað, synt, étið og skitið. Það fynnst mér slæm nýting á tíma. Sérstaklega í ljósi þess að Halldór Laxnes var 2 árum yngri en ég þegar hann skrifaði barn náttúrunar, Britney Spears var árinu yngir en ég þegar hún gaf út "hit me one more time", Mozart var búin að semja a,b,c,d, sinfóníur og ég veit ekki hvað og hvað þegar hann var 19. Líkur mínar á að verða stórmenni sem munað verður eftir fara minnkandi með hverjum deginum...

Nýfætt lamb stígur á fætur 10 mínútum eftir að það fæðist, er kynþroska eftir sumarið (og ef það fer ekki í sláturhúsið það haustið) og verður svo foreldri ári efir að það fæðist. Það finnst mér góð nýting á tíma. Óþolandi allur þessi tími sem kallast unglingsár, sem eru ekki til neins nema gera mann að einhverju sem maður vill ekki vera (fullorðin það er)
Mig langar á rólo og moka sand....

Mamma er strax byrjuð að nota nýfengin aldur til að fara í taugarnar á mér
Manneskja á tvítugsaldrinum á sko að kunna að setja í þvottavél/taka til/bóna bílinn.......

mánudagur, janúar 26, 2004

Threesome Fun by Mckennat
Username
Favorite Color
Date of ThreesomeJuly 25, 2008
Location of Threesomein a movie trailer
First PartnerSnoop Dogg
Second PartnerDr Dre
Created with quill18's MemeGen 2.0!


jesús minn......

Í nótt vaknaði ég upp með mesta varaþurrk í manna minnum. Rakastigið á andlitinu á mér var eins og í Sahara á góðum degi. Í myrkrinu fálmaði ég gleraunalaus og allslaus eftir varasalvanum sem ég geymi á náttborðinu til að sjá við slíkum aðstæðum. Ég greip í labelo varasalvan og grunlaus smurði ég svo sem eins og einni umferð á smettið á mér. Þetta var ekki minn hjartfólgni varasalvi, þetta var límstifti. Nú gæti einhver haldið (og vonað) að ég hefði í gáleysi mínu límt saman á mér trantinn, ég slapp sem betur fer við það. Aftur á móti þurfti ég að flysja helminginn af vörum mínum til að ná af fjandans líminu.
Varavesenið í nótt olli því að ég var drullu syfjuð og óútsofin í morgun. Þegar ég kom í skólann eftir hressandi morgunæfnigu kl. 7.30 ætlaði ég aðeins að leggja mig í sófanum inní matsal. Ég steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en kl.9. Svaf sem sé yfir mig Í SKÓLANUM. Skemmtileg upplifun.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Hetjudáðir & heimskupör.

Stundum held ég að ég hafi greind á við ánamaðk. Einhverra hluta vegna datt mér það snjallræði í hug í nótt/morgun að labba heim frá Mosó. Hví? góð spurning. Þetta virkaði svoooooooo stutt í huga mér, gegnum grafarvogin, árbæinnn og þá er ég komin heim. Hvað getur svo sem klikkað? Jú, first villtist ég í mosó og ætlaði aldrei að fynna "beinu brautina" heim, síðan steig ég cirka 5 sinnum á skóreimina mína en datt samt aldrei í hug að reima skóna. Þegar ég var að nálgast grafarvoginn fattaði ég að ég hefði gleymt bítladisknum heima hjá emmu og á tímabili ætlaði ég að snúa við og sækja hann. (ég þurfti svo nauuuuðinlega að hlusta á Come togeaher akkúrat þá) sem betur fer hætti ég við það. En allt fór vel að lokum (ójá að lokum) og ég komst heim eftir 2 og hálfs tíma hrakfarir.

föstudagur, janúar 23, 2004

Þetta er slæmur dagur. Afhverju, jú byrjum á byrjuninni.
Ég er þunn.
Ég var að taka 1oghálfstíma erfðarfræðipróf sem bekkurinn minn tók fyrir jól
samt þarf ég að fara heim að læra því að ég þarf að taka SAT upp á velli á morgun
Ég rispaði uppáhalds geisladiskinn minn í morgun
þegar ég keyrði niður blaðburðarkerru fréttablaðsins
Eftir kvöldið í kvöld á ég einni færra af vinkonum (tímabundið, hjúkk)
Það er mér að kenna að þessi ástæra og hjartfólgna vinkona mín fékk ekki fréttablaðið í morgun.
Svona er ég nú góð við vini mína.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

HASH(0x885c5b8)
Ghost or spirit: You are a lost soul. Very calm and
sweet, you are often the one who asks: What if?
With a clever mind, you want to explore the
world on a different level. Without the
answers, you aren't ready to move on. You are
most likely very creative and find yourself
thinking things through on a different level.
(please rate my quiz)


**Where will you go when you die?**(now with pics)
brought to you by Quizilla

jibbí, ég mun ekki komast til himna heldur verða týnd sál, en gaman. Mikið verður það gaman. Ég ætla að taka mér bólfestu á einhverjum virkilega skemmtilegum stað. Óperudraugar eru svo miklar klisjur í nútímaþjóðfélagi. Hvernig lýst ykkur á smáralindar drauginn, sem hangir í rúllustiganum í smáralind og bregður fæti fyrir fólk? Eða þá Nóatúns-skottan sem setur fullt af auka drasli í körfuna hjá fólki þannig að það lendir á FITi á kortinu sínu....... fullt af möguleikum fyrir væntanlega týnda sál

sunnudagur, janúar 18, 2004

Ojj.......
þetta er ákaflega þunn færsla, kannski vegna þess að ég er þunn líka. Hér með segi ég og skrifa að ég sé hætt að drekka. Það geri ég alltaf á hverum sunnudegi þegar ég er þunn. Maginn á mér er á hvolfi, heilinn lekur útum eyrun á mér og ég sofnaði með linsurnar. Nú væri málið að fá sér þynnkumat og horfa á þynnkubíó mynd en óekkí, það er bar til kornflex heima og svo er stærðfræðibókinn (sem er búin að safna ryki frá því á miðvikudaginn) að æpa á mig og ég held að hún muni hafa vinninginn í dag allavega.
og svo þarf ég að fara að sauma helv** búninginn fyrir grímuballið. Það verður einstaklega spennadi að rifja upp kynni mín við saumavélina, ég hef ekki sest við saumavél síðan í síðasta handmenntartímanum í seljaskóla. (ég fékk 6 í handmennt.)

föstudagur, janúar 16, 2004

Svei!

Við töpuðum í Gettu Betur með einu stigi geng menntaskólanum á Ísafirði. Spurningarnar voru okkur í óhag og við vorum tvímælalaust betra liðið. Sveiattan segi ég bara. Sem betur fer komu lítið af spurningum um fjölda táa á hænum en það kom því mun meira um flugvélar og skip.
Ég á afmæli eftir 13 daga og ég er að pæla í að fagna mínum 19.afmælisdegi undir feldi heima hjá mér. Afmælisdagarnir mínir hafa nefnilega verið ferkar misheppnaðir í gegnum tíðina.
Þegar ég var yngri var það nær garinterað að fólk komst ekki í afmælisveisluna mína vegna veðurs. Þegar ég eldist fór að bera á skammdegisdoða hjá afmælisgestum mínum. Ég man skérstaklega eftir einu afmæli þegar ég bauð stelpunum í mat og enginn hafði neitt að tala um......sérstaklega spennadi. Þess vegna ætla ég að fagna 19oghálfsárs afmælinu mínu í júlí.
Hafiði tekið eftir því að þegar maður fer í sjoppu/búð, borgar með korti og biður sjoppu/búðarlokuna um að henda afritinu þá segir viðkomandi alltaf "takk fyrir". Eins og það sé geðveikt þakklátt fyrir að fá að henda afritinu fyrir mann. Ekki myndi mér detta í hug að vera rosalega þakklát fyrir að fá að hirða upp draslið fyrir annað fólk.

.

Fallegt fólk. Logi Bergmann, Hafdís, Kristín Kúkur Reynis og Hrönn hin fjórfætta (talið frá vinstri)

föstudagur, janúar 09, 2004

Endaþarmsmök

nei, þessi færsla er ekki eins spennandi og nafnið hljómar......Anyway, þá var ég að hlusta á exið í gær þegar ég var á leiðinni á æfingu og þá voru þeir að spila lagið Endaþarmsmök með hini stórskemmtilegu hverfishjómsveit 3G´s. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk lagið svona rækilega á heilan en auðvitað kunni ég ekki textan nema viðlagið "Það er ekki mín sök/ég vil endaþarmsmök. Svo bergmálaði þetta í hausnum á mér alla helvítis æfinguna.
upphitum (900m) Það er ekki mín sök
aðalsett (2800m) ég vil endaþarmsmök
Sprettir (700m) ENDAÞARMSMÖÖÖÖÖÖÖÖÖK
semsagt í meira en 4Km af sundi endurköstuðust þessar tvær línur fram og til baka í kollinum á mér og ég var farin að hata sjálfan mig meira en allt eftir æfinguna. Til að bæta gráu ofan á svart þá klæddi ég mig í vitlaus föt í klefanum. ég var einmitt að velta því fyrir mér hversu mikið gallabuxurnar hefðu hlaupið í síðasta þvotti þegar 15ára stelpa stóð yfir mér og spurði afhverju ég væri í gallabuxunum hennar. Ég roðnaði upp til hópa og beitti "égerekkihér" tækninni (sem fellst í því að ímynda sér að þú sért einhverstaðar annarstaðar, ég nota þetta mikið þegar ég verð mér til skammar) til að komast yfir áfallið og skömmina sem kom í kjölfarið. Og að sjálfsögðu fylgdu Endaþarmsmökin mér í gegnum þetta allt.........

Fyrir þá sem hafa áhuga á tréðu lagi þá er það á rokk.iség ábyrgist samt ekki afleiðingarnar.

laugardagur, janúar 03, 2004

áramót?

Þegar eitt ár hittir annað, þá eru áramót, sagði okkar dáði landbúnaðarráðherra einu sinni.
Eitt árið er nú öðru skylt.
Áramót?
Ættarmót?
Mannamót?
Gatnamót?
Sundmót.......
nei, hættu nú alveg. þýðir ári ekki annars djöfull eða púki? þannig að áramót getur einnig útlagst sem djöflamót, óvinafagnaður eða eitthvað slíkt.
Áramótaheitið mitt í ár er það sama og í fyrra: Verða betri manneskja. Er það svo sem ekki höfuð tilgangur áramótaheita yfirleitt, að reyna að breyta einhverju í fari manns svo maður verði betri einstaklingur fyrir vikið.
sem sagt árið 2004 verð ég betri einstaklingur en 2003.......