Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, desember 31, 2003

síðasta blogg ársins

hvað er svona jólalegt við lagið "Adam átti syni sjö" ?

mánudagur, desember 29, 2003

Mission Jólakort

Í ár ákvað Hafdís að vera svoldið sniðug og senda fullt af jólakortum í staðin fyrir hin arfaleiðinlegu "jóla-sms" sem ég hef samvizkusamlega sent síðustu ár. Ég var tiltölulega snemma á ferð með jólakortin gangngert til að viðtakendur gætu fengið samvizkubit og sent mér til baka. Svarhlutfallið var 28% sem mér fynst slakt, þessi 72% sem svöruðu ekki fá sko alls ekki jólakort næsta ár.
Hér koma tölfræðilegar niðurstöður jólkortavertíðarinnnar í ár.
88% sendanda jólakortanna gleymdi ég að senda jólakort
91% óskuðu mér gleðilegra jóla
9% gerðu það hins vegar ekki.
27% gáfu mér bæði jólagjöf og jólakort, sem mér fynnst einkar rausnalegt því mér dettur ekki í hug að nenna að skrifa jólakort til þeirra sem ég gef gjöf (sorry folks)
36% tóku það sérstaklega fram í skrifum sínum að ég ætti að reyna að borða sem mest um jólin.
18% voru með stafsetingarvillu
50% af þessum 18% gerðu stafsetingarvillu í nafninu mínu.

en hvað um það, ég elska ykkur öll, gleðileg jól

mánudagur, desember 22, 2003

Jólalög og fávizka almennings.
Einu sinni sagði John Lennon í viðtali að hann væri frægari en Jesús. Þessi ummæli vöktu á sínum tíma mikla reiði í Bretlandi og víðar og ég missti mikið álit á annars merkum manni þegar ég las þetta. Nú er ég komin á þá skoðun að hann hafi haft mikið til síns máls.
Í morgunblaðinu um dagin var frétt um að þriðjungur Hollendinga vissi ekki afhverju jólin eru haldin samkvæmt könnun sem gerð var þar í landi. Sama dag las ég nokkur viðtöl við "manneskjuna á götunni" í blaðinu Orðlaus þar sem spurningarnar voru t.d hver var Che Guevera, Hver var fyrsti forseti íslands, hver var Anna Lindt og fleira í þeim dúr. Skemmst er frá því að segja að ENGINN af viðmælendum blaðsins var með þetta á hreinu....

Ótrúlegt hvað fólk er blint á umhverfi sitt.
Dæmi um eitthvað sem allir vita:
Madonna kyssti Britney Spears á mtv awards.
Linda P var einu sinni Alki.
Páll Óskar er hommi
Hver datt út í síðasta Idol

Dæmi um eitthvað sem fólk veit ekki (en ætti svo sannarlega að vita)
Hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn
Hvaða jólasveinn kemur annar til byggða
Hver er forsætisráðherra Bretlands (nei það er ekki elísabet drotting)
Hvaða á er lengst á Íslandi

ég var að kaupa jólagjafir í gær og var að reyna að fynna einhver skemmtileg jólalög í útvarpinu. Öll lög sem ég heyrði voru
a) með Helgu Möller
b) með Pálma gunnars
c) hræðilega illa þýdd sbr. Það eru að koma jól/menn syngja heims um ból
sem sagt, engin skemmtileg jólatónlist í útvarpinu. En á þessu útvarpsrása flakki mínu fann ég lélegustu útvarpsstöð norðan Alpafjalla, KISS fm885. þvílíkur vibbi.


mig hlakkar svo gegt til jólanna, það er ýkt margt sem mér langar í...... ónefndur útvarpsmaður á áðurnefdri KISS fm. Hvernig er hægt að hleypa svona málfötluðum manni að hjóðnemanum......

föstudagur, desember 19, 2003

Tannlæknar

Í dag fór ég til tannlæknis í fyrsta skipti í mörg ár og það kom ekki til af neinu góðu því nýlega greindist ég með holu í tönn. (mína fyrstu holu) sem ku vera algengur kvilli hér á íslandi þar sem meðal íslendingurinn á víst að innbyrða um 52 kíló af syrki á ári.

Þegar ég lagðist útaf í stólinn hjá tannsa gerði ég mér í fyrsta sinn grein fyrir afhverju sumir þjást af ótrúlegri fóbíu við tannlækna. Þegar maður leggst þarna í stólinn og galopnar ginið til að hleypa borum, töngum og allskonar tólum uppí sig er maður algerlega á valdi tannlæknisins. Fyrir fólk með ríka frelsisþörf eins og mig er þetta veruleg frelsisskerðing. Til að bæta gráu ofan á svart var ég deyfð svo rækilega að ég missti alla stjórn á nefi og munni sem er kann ekki góðri lukku að stýra því ég er með kvef. Alltí einu kom svo upp í huga mér gömul hryllingsmynd "the dentist" sem fjallar um tannlækni sem myrðir sjúklinga sína í stólnum. Svo þarna lá ég og skalf eins og hrísla slefandi og með nefrennsli á meðan tannsi hreinsaði karíus og baktus burt.
Og svo var ég rukkuð um offjár fyrir herlegheitin.
(ég er að fara í útskriftarveislu til áu minnar í kvöld, ef nefrennslið og slefið fer ekki að hætta bráðum þá þarf ég að mæta með smekk, það verður eflaus einstaklega smekklegt hahaha....)

fimmtudagur, desember 18, 2003

Vondir vondukallar.

Sumar bækur les maður aftur og aftur og hefur alltaf jafn gaman af. Bróðir minn ljónshjarta (e.Astrit Lindgern) er ein af þessum bókum sem ég les a.m.k einu sinni á ári, sem gerir það að verkum að ég er orðin svo fjót að renna í gegnum hana að ég kláraði hana á 20 min í gær, en naut hennar alveg jafn mikið og venjulega. þetta er svona eins og munurinn á bjór og vodka skoti, maður er fjótari með skotið en bjórin en eftir á að hyggja eru áhrifin þau sömu. Allavega, þrátt fyrir að kunna söguþráðin utan af fynnst mér einræðisherrann Þegngill alltaf vera að slá ný og ný met í illmennsku sinni og þá fór ég að leiða hugan af verstu vonduköllum í­ bókum og myndum.
hér er top 10 listi yfir vonda vondukalla.

1.Þengill í bróðir minn Ljónshjarta. Maðurinn drepur saklausa borgara á götum úti og á hrikalega stóran og ljótan dreka sem heitir Katla. ákaflega ógnvekjandi.
2. Svarthöfði: já ég veit, hann varð sÃíðan góður í­ endan, en að sprengja heila plánetu..... það er nú full gróft.
3. Morrinn: Ég hljóp alltaf inní­ herbergi þegar morrinn kom í múmí­nálfunum. Lengi vel gat ég ekki sætt mig við karlmannsnafni Orri því­ mér fannst þaþ svo augljóslega tengt við morrann. ég er sem betur fer komin yfir Orra-fóbí­nuna en á langt í­ land með morra-fóbíuna.
4. Hattífattarnir: Fyrst minnst er á múmí­nálfana þár ekki hægt að sniðganga Hattífattana. Þesssi ógeðslegu hví­tu krí­p sem sögðu aldrei neitt, heldur birtust bara uppúr þurru.
5. Sauruman. okei, Sauron er the ultimate vondi kall, en mér fynnst Sauruman eiginlega verri því­ hann sveik málstaðinn og gekk til liðs við óvininn.
6.Dolores Umbrigde, fyrir þá sem lesið hafa 5 harry potter bókina vita að þessi kvennvargur er ein leiðinlegasta og illgjarnasta persóna bókmenntanna.
7.Bill Sakes í­ Oliver Twist. Hann drap Nancy........algerlega ófyrirgefanlegt.
8. Skari í Lion King. Allir sem muna eftir atriðinu sem hann drap Múfasa og kenndi Simba um geta verið sannmála mér að hann eigi fullt erindi inná listann.
9.Vonda stjúpan. Sama hvort það er Hans og Gréta, öskubuska, H.C Andersen, Grimmsbræður eða Ástu-Signý-Helgu ævintýri þá er vonda stjúpan alltaf innan seilingar tilbúin að gera veröldina óbærilega fyrir vesalings söguhetjuna. Stjúpmæður um allan heim hafa örugglega þurft að mæta fordómum vegna þessa orðspors sem fer af þeim í­ ævintýrunum, að ég tali nú ekki um blómategundina.
10.Úlfurinn: sem át grí­sina 3, ömmu rauðhettu og piparkökukarlinn. ég vona að hann fái niðurgang af þeim.

Ábendingar upp uppfærslu á þessum lista eru vel þegnar........

p.s Hverjir í­ dauðaum eru dilli dillirófa og sæmundur svellkaldi sem eru að fara hamförum um kommenta kerfið hennar dí­su?


þriðjudagur, desember 16, 2003

Út og heim aftur
Komin heim eftir prýðilega dvöl á Írlandi, heimalandi rauðhærða fólksins. Ég nenni ómögulega að skrifa alla ferðasögunna, enda veit ég svo sem að það myndi enginn nennna að lesa það. En ég ætla nú samt að skrifa niður eitt samtal sem átti sér stað í kaffiteríu sundhallarinnar.

VONDI ÍSLENDINGURINN, byggt á sannsögulegum atburðum.
persónur og leikendur; saklausi íslendingurnn, afgreiðslukona í kaffiteríu, illgjarnt barn með slaufu.


við grípum inn í samtalið þegar saklausi íslendingurinn er að kaupa sér kók í dós.

Afgreiðslukonan: (sem er búin að átta sig á að hér er um útlending að ræða): Oh, so you are here for the swimming meet, where are you from?
Saklausi Íslendingurinn: Æm from æsland
Afgreiðslukonan: Isn´t it cold there in the winter time?
Saklausi Íslendingurinn: Not rilí, it isnt as kóld as evríboddí þeinks.
Illgjart barn blandar sér inní umræðuna: You killed Keiko......
Saklausi Íslendingurnn: ví didnt kill him.......
Afgreiðslukonan: Yeah, how come you let him down, you were trusted to take care of him...
Saklausi Íslendingurnn: vell, ví did, and hí djust svamm avei, kot som rilí bad kóld and dæed.
Illgjarnt barn: no, you just killed him.

á þessum puntki var samtalinu lokið þar sem afgreiðslukonan og illgjarna barnið höfðu tekið sameiginlega afstöðu í þessu máli.

mánudagur, desember 08, 2003

Dublin

á morgun er ég að fara til Dýflinar á Írlandi á Evrópumeistaramótið í 25m laug. Ég er byrjuð að hlakka svoldið til og er komin með ferðafiðring í tærnar. Auk þess að synda mikið ætla ég að halda áfram að reyna að komast til botns í horfna köku málinu. Sendið mér góðar hugsanir með til Írlands. Kem svo aftur hress sem fress þann 15. (held ég)
See yah laddies.
Hafdís, sem færist nær því að vita hver stal kökunum úr krúsinni í gær.

laugardagur, desember 06, 2003

Nú er bloggið mitt orðið fullra viku gamalt. Enn hefur mér ekki tekist að leysa leyndardóminn um horfnu kökurnar úr krúsinni en ég er komin á sporið, en núna er það önnur krús sem veldur mér hugarangri. Nánartiltekið jólasmákökukrús heimilisins. Í gær þegar ég ætlaÃði að laumast í­ tréða krús að sækja mér par af rúsí­nukökum með efnafræðinni, var slegið á hendur mér og ég fékk að heyra sömu gömlu tugguna um að þetta ætti nú að endast til jóla, ég hefði ekki gott af þessu og afhverju ég fengi mér ekki epli í­ staðin (eins og það jafnist á við rúsínukökur) Kökulaus og allslaus hélt ég svo áfram að læra og horfði stúrin á kökukrúsina í hillingum.
Ég var farin að sjá fram á kökulausa aðventu en tók svo skyndilega gleði mí­na á ný þegar ég sá hvar mamma gerði sig lí­klega til að taka niður kökukrúsina forboðnu og hafa með kaffinu. Með gleði í­ hjarta og vatn í­ munninum skundaði ég á æfingu og hélt í barnslegri einlægni minni að mín biðu kökur þegar ég kæmi heim. Þegar heim var komið sá ég hvar hópur skyldmenna sat í hægðum sínum við stofuborðið og láu á beit í kökukrúsini. Verst voru þó tvö lítil skrímsli sem tilheyrðu skyldmennahópnum. Þau sátu með snoppuna oní krúsinni laungu eftir að þeir fullorðnu hættu. Mamma brosi og strauk þeim blíðlega um höfuðið og sagði þeim að endilega fá sér meira, þeir væru nú að stækka. Á meðan brostnuðu vonir mínar um kökur og mig langaði helst að strjúka glókollunum um höfuðið með exi.
Nú eru kökurnar búnar og ekki væntanlegar aftur í bráð.
Þó mér hafi ekki enn tekist að leysa leyndardóminn um stolnu kökurnar úr alheimskrúsinni, veit ég nákvæmlega hver stóð að þjófnaðnum hér heima.


P.s. Annar glókollurinn gleymdi sér alveg við að telja verðlaunapeningana mína eftir að kökurnar klá¡ruðust. Hann taldi sem sagt 281 verðlaunapeinga en honum fannst þeri ljótir því að þetta voru ekki allt gullpeningar. Vanþakkláta gerpitrýni.......

fimmtudagur, desember 04, 2003

Einu sinni þegar mér leiddist hrikalega tók ég uppá því að endurskíra alla hluti og öll forrit í heimilistölvunni uppá nýtt á íslensku, öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillar gleði. Nú er komin ný heimilistalva og mér fannst uppálagt að endurtaka leikinn. Hér eru nokkur dæmi um þýðingar mínar.

Microsoft Windows = örmjúkir gluggar
Date manager = stefnumóta skipuleggjari
Microsoft word = örmjúkt orð
Outlokk express = fjótlegt útlit
Microsoft PowerPoint = Örmjúkur krafta puntkur
Internet explorer = Alnets könnuður

Er nokkur furða á að þeir hafi gefist upp á að búa til íslenska útgáfu af Örmjúkum gluggum?

miðvikudagur, desember 03, 2003

Sannkvæmt >"landa-quizinu" er ég kólembía. Borgarastyrjöld og fáránlega há morðtíðni, það er ég.You're Colombia!

You do a lot of drugs, and these have kind of distorted your view of
reality, to the point that everyone looks like an enemy.  You keep trying to restore
order over your schizophrenic world view, but you don't even know which goal is your own
and which is someone else's.  You're pretty sure someone needs to be punished for all
this, but who that is changes all the time.  Things would be a lot better for you if
you switched to coffee, or even to decaf, but all this money would be hard to give up.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid

Frábært, ég er raunveruleikafirrt, paronoit eiturlyfjasjúkt þóunarland í suður ameríku. Mest truflaðasta land í heimi og ég þurfti endilega að lenda á því. Hvernig gat ég klúðrað þessu quizi svona hrikalega? ég ætla að taka það aftur og svidla.

Nú er fyrsti boxbjáninn fallinn í valinn, og annar boxbjáninn fær þar af leiðandi þann "heiður" að fá K.O í ferilsskrána sína. Eins dauði er annars brauð, eins og sagt er. Afhverju stundar fólk ekki bara hættulausar íþróttir eins og sund?

þriðjudagur, desember 02, 2003

Jóla hvað

jólin eru á næsta leyti. Þar sem þetta eru nú 18.jólin sem ég upplifi er ekki laust við að mér sé farið að fynnast þetta eilítið einhæft svona frá ári til árs. Til dæmis hafa fá eða engin ný jólalög litið dagsins ljós á þessum 18 árum
Þessvegna ætla ég að skrá niður nokkra athyglisverða punkta fyrir þá sem vilja lífga uppá jólin hjá sér.

Sleppið jólatrénu, fáið ykkur jóla-katkus í staðinn.
Fyrst að rjúpur eru friðaðar í ár, hvernig væri að hafa máv í matin, þeir eru svo sannarlega ekki friðaðir.
Sýnið smá hugmyndaauðgi þegar jólasveinarnir fara að týnast til byggða og gefa í skóinn, notið stígvél, skíðaskó, froskalappir eða bara hvað sem ykkur dettur í hug. (síðan má líka setja skó í alla glugga hússins, aldrei að vita nema sveinki fatti það ekki)
Prófið að lífga uppa á jóladags matinn með að hafa pítsu með hangikjöti og notið brauðstangasósu með laufabrauðinu.

mánudagur, desember 01, 2003

blogg draugurinn gerir vart við sig
blogg draugurinn át blogg dagsins. Ég var búin að koma þessum líka skemmtilega úrdrætti dagsins á stafrænt form þegar blogg draugurinn sem herjar á bloggið mitt þurrkaði út færslu dagsins. Ég er engan veginn sátt.