Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, mars 28, 2004

Að taka strætó uppí Breiðholt er eins og að vera lesbísk aðalpersóna í David Lynch kvikmynd....

Þetta gullkorn helgarinnar átti hann Einar Baldvin sem er orðin rosa klár í að taka strætó aleinn uppí Breiðholt. Annars er ég þunn og tóm núna þannig að allar áætlanir um gott og skemmtilegt blogg farnar útí veður og vind. Það eina sem ég get mögulega hugsað um er hvort ég eigi að panta mér pitsu eða kaupa hamborgara.
.....ég held að pitsan verði ofan á í þetta skipti
......mmmm....kjúklingapitsa
vá, hvað ég er freðin, best að hætta áður en þetta versnar.
kveð í bili
Freðdís

já, bæ ða vei, þá var ég að koma úr smáralind sem er ekki í frásögur færandi nema hvað það horfðu allir svo undalega á mig. Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég kom í mátunarklefan og uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég var með brot úr frönsku ljóði krotaðan á ennið á mér síðan í gærkvöldi.
Ég er ingjaldsfífl nútímans, vei mér.

miðvikudagur, mars 24, 2004

gangleri gengur af göflunum.

Mér (og öllum hinum bjartsýnu, sóldýrkandi Íslendingunum) hefndist fyrir bjartsýnina hér um dagin. Hér geysar nú alsherjar kvef og allir þeir sem valhoppuðu léttklæddir um götur og torg borgarinnar fyrir helgi, hósta nú og snýta sér í kór.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi nokkuð að vera að blæða 800 kr í að sjá blessaðan frelsaran negldan uppá kross. Hef ekki mikin áhuga á téðri mynd auk þess sem ég er búin að lesa bókina og veit hvernig hún endar. Held frekar að ég eyði mínum síðustu krónum og aurum í eitthvað annað, t.d bjór.
en aftur að jesú og félögum. Mér brá hrottalega um dagin þegar ég var að fletta dv og sá að presturinn sem fermdi mig ,á sínum tíma, séra valgeir hefði verið að leggja hendur á fermingarbörn. Þetta kemur auðvitað á besta tíma því að nú er nýbúið að fletta ofan af einn einum barnaníðingnum innan vébanda kirkjunnar. Það er greinilegt að Jesús er ekkert of vandlátur við val á veraldlegum lærisveinum sínum. guðsélof að ég lét af-ferma mig hér um árið, segi ég nú bara.
En svo bregðast nú krosstré sem önnur tré og lögregluríkið Ísland virðist vera lekara en gatasigti. Fyrst lekur dópið út á markaðinn aftur og dóppeningarnir í vasa löggunar og svo leka lögregluskýrslur til fjölmiðla. Eflaust mikið um að vera hjá dóms og krikjumálaráðuneytinu núna. Verði þér að góðu Björn Bjarna.....
Ég ætla hér með að segja mig úr lögum við lýðveldið ísland og stofna fríríki í kjallaranum hjá mér.
nú vendi ég mínu kvæði í kross og ætla að leyfa Descartes að eiga síðasta orðið.

,,ég ætla því að ganga út frá því að ekki sé til neinn algóður guð sem reyni að tjá okkur sannleikan heldur kænn og slóttugur illur andi sem sífellt reynir að villa okkur sýn" - René Descates

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hin glataði meydómur í landi öfganna

Var að lesa grein í fréttablaðinu sem fjallar um skírlífis-stefnu gogga tvöfaltvaff bush í skólamálum. Hann hefur skorið niður öll fjárlög til menntamála í bandaríkjunnum á forsetatíð sinni en nú blása nýjir vindar og hann vill leggja aftur til umtalsverðar fjárhæðir til skólanna. Til skólanna segi ég en það þýðir endilega ekki að peningunum verði varið í að bæta menntun. því fer nú fjarri, því dollurunum verður varið í að efla þau félög innan veggja skólanna þar sem félagsmenn eiga það sameiginlegt að hafa ósnortið skaut. Sem sé skírlífis-félögin sem við höfum öll heyrt af en hingað til ekki trúað að væru til. Á meðan klámbylgjan svokallaða er að flengríða öllu sjónvarpsefni, kvikmyndum, auglýsingum og svo framvegis, er til (vaxandi?) hópur sem algerlega snýst í hina áttina og stendur vörð um sin heilaga hreinleika þar til að í hjónasængina er komið. Hvernig verður svo umhorfs í bandarískum skólum þegar skírlífisfélögin eru orðin þau einu sem eitthvað eiga af peningum?
Er boðskapurinn er sem sé sá: Ef þú vilt fá góða menntun í BNA, þá skalt þú gjörosvovel að vera ósnortin? Amen.

Svo ekki sé minnst á ákveðið kynjamisrétti í þessu öllu, nenni ekki að fara útí það ýtarlega, þið vitið hvað ég á við.

Heinar og ónortnar kveðjur
Hafdís Erla.

laugardagur, mars 20, 2004

Vorið er komið og grundirnar gróa

kann ekki meira af þessu lagi, en þessar línur segja allt sem segja þarf. Veðurguðirnir virðast hafa tekið Reykjavík í sátt því veðrið seinustu daga hefur verið algert æði. Það er ótrúlegt hvað smá sólskin getur lífgað upp á sálartetrið og ég held að ég sé ekkert ein um þetta sólar-syndróm, því það virðast einhvern megin allir vera í hinu bezta skapi um þessar mundir. Annars nenni ég ekki að blogga um veðrið, þeir sem hafa nánari áhuga á því geta litið útum gluggann, í rauninni nenni ég ekki að blogga um eitt né neitt. Nenni alls ekki að hafa málefnalegar skoðannir og halda uppi rökræðum þegar veðrið er svona dásamlegt, það getur beðið þangað til að rignir næst.
Ég er farin dántán að fá mér bóbó og bjór.

Sólskinskveður
Hafdís Erla

ps. það ætti að banna SUS fólk á kommentakerfum....urrg.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Jæja, nú loksins er stúdentsritgerðin fyrir bí og ég get tekið gleði mína á ný. Ég fagnaði þessum tímamótum í gær með því að mæta í stærðfræði tíma, eitthvað sem ég hef ekki gert lengi. Að vísu var málfræði púkinn ennþá í mér eftir endalausan yfirlestur á ritgerðinni þannig að ég gerði ekki neitt annað í tímanum en leiðrétta málfar bekkjarfélaga minna við lítinn fögnuð. Mikið óskaplega fer það í taugarnar á mér þegar fólk talar um að plúsa saman tvær tölur. Síðan lenti ég í rifrildri við stærðfræði kennarann minn sem talaði í sífellu um að ef maður deildi strikinu x,y með tveimur væri maður komin með hálft strik, sem er náttúrulega ekkert nema rakið bull. Þú færð strik sem er helmingi styttra en upphaflega srikið en enganveginn hálft strik.

fimmtudagur, mars 11, 2004

I´have a dream!

hér sit ég í matsalnum og er að reyna að koma stúdentsritgerðinni minni á vitrænt form. Andinn er svo sannarlega víðsfjarri og mér dettur ekkert skemmtilega háfleygt í hug til að setja í lokaorðin. Í staðin hef ég ákveðið að setjast við bloggskrif. Ég ætla að deila með ykkur lesendur góðir því sem mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi nefnilega að hin Íslenzki her Björns Bjarnasonar væri orðinn að veruleika og að Íslendingar ættu í hatrömmu stríði við Noðrmenn um fiskveiðilögsögu. Draumurinn byrjaði þar sem ég sat í makindum mínum ásamt bekkjarfélgöunum í matsal Kvennaskólans. Skyndilega fyllist matsalurinn af hermönnum og inn gengur Björn Bjarna og tilkynnir okkur að við höfum verið svo "heppin" að vera útvalin til að verja land og þjóð. Síðan var okkur smalað inní gáma og flutt til Noregs. Þegar þangað kom fórum við í æfingabúðir sem gengu mest útá það að hlaupa í hringi og syngja öxar við ána. Síðan kom að því að vopnast og halda á vígvöllinn, búningarnir okkar voru svona flísjakkar frá 66norður í fánalitunum og mér var úthlutað kveikjarabensíni og eldspýtum til að verjast norðmönnunum illu. Draumurinn endaði svo þegar við stóðum öll í hóp fyrir framan mynd af Birni Bjarna í maó stíl og sungum þjóðsöngin á meðan sprengjugnýrinn ómaði fyrir utan, síðan hljóp einhver inn í miðjum "íslands þúsund ár" og öskraði, GRÍPIÐ TIL VOPNA, NORÐMENNIRNIR KOMA, og þá vaknaði ég. Eins gott að einhver stoppi hr.Björn áður en hann nær að draga okkur inní slíka vitleysu.

mánudagur, mars 08, 2004

Til helvítis með Hallgrímskirkju........

úff púff.....ég sem hélt í barnslegri einlægni minni að vorið væri að koma. Þvílík sjálfsblekking, ég sit hér fyrir framan tölvunna og stari tómum augum útí myrkrið sem virðist ekki vera á neinu undanhaldi. Ég á mjög hægt um vik við skrif mín enda er hægri höndin á mér öll úr lagi gengin eftir laugardaginn. Hún hefur margfaldað ummál sitt og er í öllum regnbogans litum, ég hef ekki hugmynd um hvað kom fyrir en lýsi hér með eftir vitnum sem hugsanlega geta frætt mig um afdrif hægri handar minnar á aðfaranótt sunnudags. Hallast samt að því Hallgrímskirkja eigi einhvern hlut að máli. þegar hún vakti mig með sínum djöfullega klukknahljómi á sunnudeginum varð mér svo mikið um að ég held að ég hafi í skelfingu minni slegið hendinni í vegginn, hugsanlega með fyrrgreindum afleiðingum. Annars eru lætin í kirkjuklukkunum nú ekkert eðlilega mikil. Mér leið eins og það væri verið að hringja inn dómsdag í höfðinu á mér en Einar lét sem hann heyrði þetta ekki. Líklega orðinn heilaskemmdur og heyrnarlaus af öllum hávaðanum í gegnum tíðina. Ég votta þeim samúð mína sem þurfa að búa í innan við kílómetra radíus við þennan óskunda.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Rammfölsk Rymja!

Ótrúlegt nokk þá tók ég þátt í söngvakeppni Kvennaskólans. Ég var sem sé með preformans ásamt Gettu Beturliðinu. Þrátt fyrir tapið gegn MÍ þá létum við ekki deigan síga og ákváðum að reyna fyrir okkur á nýjum sviðum. Þar sem við tónuðum allar svo fallega í "pössunum" okkar í hraðaspurningunum ákváðum við að nú skyldum við leggja tónlistarheiminn flatan. Við fluttum vísur rassendarósu í 4 útgáfum við gífurlegan fögnuð samnemenda okkar (hmmmm..?), nema þá hvað textin fór fyrir brjóstið á þeim heitttrúuðu, sérstaklega þegar hann var sungin við sálmin, leiddu mína litlu hendi. En betra er illt umtal en ekkert umtal. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið keppnina, þá unnum við íslensku tónlistarverðlaunin. í lok atriðsins afhentum við sjálfum okkur nefnilega eintak af íslensku tónlistarverðlaunum sem kristín hafði stolið úr stofunni heima hjá sér fyrr um daginn. (vafalaust undir áhrifum kannabis-muffins, sem við átum í morgunmat) Súrast var þó að maðurinn sem við tileinkuðum lagið skyldi ekki hafa séð sér fært að mæta. Óli Palli var kynnir og gegndi því starfi með sóma, bezt var þó að hann var í ingibjargarbol, hönnuðum af undirritaðri.

en já, ég kynni til leiks nýliða í bloggheimum, gefið Bylgju gott klapp

mánudagur, mars 01, 2004

Við morgunverðarborðið!

Hæ, ég heiti Hafdís og er dagblaðafíkill.(halló, Hafdís) Ég er háð því að hafa hið litríka úrval af morgunblöðum landsins fyrir framan mig á morgnanna á meðan ég slafra í mig morgunkorninu og skola niður með lýsi. Mitt yndi um þessar mundir er hið stórskemmtilega DV, gula pressan okkar Íslendinga. Greinarnar þar eru hverri annarri verri, fjalla allar um eitthvað sem er það ómerkilegt að hin blöðin nenntu ekki að færa það til bókar. Hér koma nokkrar gullnar fyrirsagnir af síðum Dv í vikunni.

Lögreglunemi rekin fyrir kynmök á bargólfi
Samkynhneigt mörgæsapar í dýragarði í Chicago
Læsti lyklana inn
i
-kemst ekki inn.

fyrst ég er á annað borð byrjuð að úthúða fjölmiðlum landsins verð ég að láta "tímariti morgunblaðsins" getið. Það er ásamt "lifun" sem kemur út minnir mig á fimmtudögum eitt versta dæmi um menningarsnobb nútímans. Þó verð ég að viðurkenna að ég les alltaf dálkin "umfjöllun um vín" sem er hin bezta skemmtun. Hér koma nokkrar safaríkar vínumfjallanir.

....vínið er mjög tannýst og hefur skemmtilega sjálfstæðan eftirkeim, karmella í nefi en meira svona kryddaður trjábörkur í munni.
.....þrátt fyrir að vera bruggað úr bestu þrúgum Frakklands er vínið feimið og hefur ekki nóg sjálfstraust. Kemur þó þægilega á óvart í endan.
.....Vínið er bæði langt og mjúkt og getur verið gott með hvaða mat sem er svo framalega sem það fái að anda.

Já, fjölmiðlar landsins eru svo sannarlega á leiðini í hundanna.